fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Bækur

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál

Fókus
29.10.2024

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál.  Í seinni úthlutun ársins til þýðinga á erlend mál voru veittir 34 styrkir en 61 umsókn barst.Veittir voru styrkir að upphæð 7.660.000 kr. Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Lungu eftir Pedro Gunnlaug García, Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur Lesa meira

Nemendur við MA lesa bók með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi – „Við vitum svo miklu meira en áður um triggera”

Nemendur við MA lesa bók með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi – „Við vitum svo miklu meira en áður um triggera”

Fréttir
08.10.2024

Nemendur við Menntaskólann á Akureyri eru ósáttir við að vera skikkaðir til þess að lesa íslenska skáldsögu sem inniheldur grófar lýsingar á kynferðisofbeldi. Segja þeir að lýsingarnar geti ýft upp, eða triggerað, minningar af ofbeldi hjá þolendum. Talskona Stígamóta segir að skólayfirvöld eigi að hlusta á og taka tillit til unga fólksins. Um er að ræða Lesa meira

Ég er það sem ég sef

Ég er það sem ég sef

Fókus
28.09.2024

Nýlega kom út ljóðabókin, Ég er það sem ég sef, sem er fimmta verkið sem Svikaskáld gefa út. Bókin er galsafengin og margræð ljóðabók um bugun og nýjar víddir, stiga sem ögra náttúrulögmálum, konur sem hringlar í og niðurföll sem soga til sín lífið sjálft. Mynd á kápu er verk eftir Helenu Margréti Jónsdóttur Svikaskáld Lesa meira

Æsispennandi vestfjarðakrimmi með dulrænni slagsíðu

Æsispennandi vestfjarðakrimmi með dulrænni slagsíðu

Fókus
11.09.2024

Á morgun fimmtudag kemur önnur bók Margrétar Höskuldsdóttur, Í djúpinu, út. Í djúpinu er æsispennandi vestfjarðakrimmi með dulrænni slagsíðu. Margrét sendi frá sér Dalinn árið 2022 við góðar undirtektir lesenda. Blásið er til útgáfuhófs í Pennanum Eymundsson, Skólavörðustíg 11, fimmtudaginn 12. september kl. 16:30. Léttar veitingar í boði og bókin verður á sérstöku útgáfutilboði. Höfundur Lesa meira

Alþjóðleg glæpastarfsemi Satu og Joachim

Alþjóðleg glæpastarfsemi Satu og Joachim

Fókus
10.09.2024

Ævar Örn Jósepsson ræðir við glæpasagnahöfundana Joachim B. Schmidt og Satu Rämö á Borgarbókasafninu í Kringlunni fimmtudaginn 12. september kl. 17:00.  Joachim og Satu settust bæði að á Íslandi og hafa slegið í gegn með glæpasögum sínum sem gerast hér á landi, á Raufarhöfn og Ísafirði. Ævar sem ruddi sjálfur brautina í íslenskum glæpasagnaskrifum yfirheyrir Lesa meira

„Fyrir aldarfjórðungi týndust tvær litlar systur í óveðri og aldrei hefur neitt til þeirra spurst“

„Fyrir aldarfjórðungi týndust tvær litlar systur í óveðri og aldrei hefur neitt til þeirra spurst“

Fókus
01.09.2024

Satu Rämö er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Hildur er hennar fyrsta glæpasaga og sló í gegn í Finnlandi, komst í efsta sæti metsölulista og náði einnig miklum vinsældum í Þýskalandi og víðar. Nú þegar eru komnar út tvær framhaldsbækur á finnsku. Hildur kom nýlega út í íslenskri þýðingu, Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi. Lesa meira

Dásamlegur krílagalli fyrir veturinn

Dásamlegur krílagalli fyrir veturinn

Fókus
01.09.2024

Bókin Ljúflingar: Uppáhaldsföt á yngstu börnin inniheldur 70 uppskriftir að gullfallegum prjónaflíkum og fylgihlutum handa börnum frá fæðingu og upp í fjögurra ára. Hér er að finna einfaldar og flóknari uppskriftir, úrval fjölbreyttra heimferðasetta með peysum, buxum, húfum og sokkum. Einnig eru uppskriftir að heilgöllum, samfellum, teppum, leikföngum og fleiru. Hanne Andreassen Hjelmås og Torunn Lesa meira

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar

Af hverju þið eigið að finna neistann ykkar

Fókus
19.05.2024

Bókin Öðruvísi, ekki síðri, eftir Chloé Hayden kom nýlega út, en bókin er gefin út í samstarfi við Einhverfusamtökin. Bókin hefur slegið í gegn víða um heim. Hayden sem fædd er 1997 er margverðlaunuð áströlsk leikkona, fötlunaraktívisti, fyrirlesari og áhrifavaldur. Chloé hefur meðal annars leikið í vinsælli endurgerð sjónvarpsþáttanna Heartbreak High. Þegar Chloé Hayden var Lesa meira

Hildur, Rán og Ásta hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Hildur, Rán og Ásta hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Fókus
24.04.2024

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða fyrr í dag. Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum: Hildur Knútsdóttir hlýtur verðlaunin í flokki frumsaminna verka Rán Flygenring hlýtur verðlaunin í flokki myndlýsinga Ásta Halldóra Ólafsdóttir í flokki þýðinga. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta Lesa meira

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Fókus
16.04.2024

14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Í mörgum af þeim verkum sem tilnefnd eru í ár er fjallað um tilvistarlegar spurningar er varða lífið og dauðann. Annað endurtekið þema eru tengsl manneskjunnar við náttúruna. Verðlaunahafinn verður kynntur 22. október.  Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af