Drottningin á Júpíter býður til útgáfuhófs
Miðvikudaginn 22. ágúst kemur út skáldsagan Drottningin á Júpíter eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur. Bókin er þriðja bók höfundar en áður hefur hún gefið út nóvelluna Grandagallerí og ljóðabókina Jarðarberjatungl. Júlía Margrét hefur lokið MA námi í ritlist við HÍ og MFA í handritagerð við New York Film Academy. Drottningin á Júpíter segir frá Elenóru Margréti Lísudóttur og helstu áhrifavöldum í lífi Lesa meira
Guðmundur Steingrímsson skrifaði Heimsendi: „Fjallar um tilfinningar, fýsnir og langanir sem fólk vill kannski ekki endilega tala mikið um“
Guðmundur Steingrímsson, sem landsþekktur er fyrir afskipti sín af stjórnmálum og tónlist, hefur nú sent frá sér sína aðra skáldsögu, sem ber heitið Heimsendir. Um er að ræða fremur stutta skáldsögu sem Bjartur gaf út í kilju í fyrr í mánuðinum. Aðalsöguhetjan er Leifur Eiríksson, ungur og hæfileikaríkur maður sem hefur gefið starf sitt sem Lesa meira
Sigþrúður Gunnarsdóttir: „Heimsljós er sú bók sem mér þykir vænst um“
Sigþrúður Gunnarsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur og þýðandi, lifir og hrærist í bókum alla daga, sem ritstjóri barnabóka hjá Forlaginu. En hvaða bækur ætli séu í uppáhaldi hjá henni? Hvaða barnabók er í eftirlæti? „Bækurnar um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Það er svo fallegur tónn í þessum bókum, svo ofsalega mikil hlýja í bland Lesa meira
Ævar Þór Benediktsson með sínar fyrstu léttlestrarbækur – Þín eigin saga
Út eru komnar Þín eigin saga – Búkolla og Þín eigin saga – Börn Loka eftir Ævar Þór Benediktsson og eru þær fyrstu léttlestrarbækur hans. Þær eru spunnar upp úr bókunum Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga en þær bækur hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum. Í bókunum er það lesandinn sem ræður Lesa meira
Kristborg Bóel býður á trúnó
Tímamót í lífinu fá okkur gjarnan til að breyta um takt, taka upp nýja siði og endurskoða lífsgöngu okkar. Kristborg Bóel Steindórsdóttir stendur á slíkum stað um þessar mundir, þar sem hún gaf nýverið út sína fyrstu bók Tvöhundruð sextíu og einn dagur. Bókina skrifaði hún á leið sinni til andlegrar og félagslegrar heilsu eftir Lesa meira
Justin Timberlake leitar á nýjar slóðir – Persónuleg bók á leiðinni
Poppstjarnan Justin Timberlake tilkynnti á föstudag að fyrsta bók hans, Hindsight & All the Things I Can’t See in Front of Me, kemur út 30. október næstkomandi. Bókin inniheldur ljósmyndir og sögur frá ævi hans, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Timberlake segir frá leiklistarferlinum, strákabandinu NSYNC, sögum á bak við lög hans, eiginkonunni Jessicu Lesa meira
Jóhann les Harry Potter hljóðbækur á íslensku
Í haust munu koma út fyrstu hljóðbækurnar í bókaflokknum um drenginn sem lifði, Harry Potter, eftir J.K. Rowling á íslensku. Þetta er í fyrsta sinn sem bækurnar eru lesnar og gefnar út sem hljóðbækur á íslensku. Storytel vinnur náið með Pottermore útgáfunni að framleiðslu bókanna og verða þær í boði fyrir áskrifendur þjónustunnar á Íslandi. Lesa meira
Æsispennandi Syndaflóð Kristinu
Syndaflóð, sjötta bók Kristinu Ohlsson um lögreglumennina Bergman og Recht, er komin út. Bókin er æsispennandi saga um duldar misgjörðir, sekt og hefnd. Malcolm Benke finnst myrtur í hægindastól fyrir framan arininn á heimili sínu í Stokkhólmi. Á litlafingri er hann með giftingarhring látinnar dóttur sinnar. Hvers vegna í ósköpunum? Í öðru hverfi situr miðaldra Lesa meira
Smásagnasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar
Þann 10. desember næstkomandi eru liðin 70 ár síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af 48 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars Íslandi. Af því tilefni hafa nokkrir aðilar tekið sig saman um að efna til smásagnasamkeppni tengdri mannréttindum. Samkeppnin er opin öllum. Engar sérstakar kröfur eru gerðar um efni sagnanna, einungis að þær fjalli á Lesa meira
Skepnur eru vitlausar í þetta – Eyþór gefur út bók á afmælisdaginn
Eyþór Árnason sviðsstjóri Hörpu á afmæli næsta fimmtudag, en þá er hann 64 ára. „Það er nú ekki svo merkilegt, nema það gerist alltaf á þessum degi ár hvert. En ég ætla að nota tækifærið á afmælisdaginn og senda frá mér ljóðabók,“ segir Eyþór. Ljóðabókin, Skepnur eru vitlausar í þetta, er hans fimmta. „Þetta eru Lesa meira