Datera ræður Benedikt Rafn sem birtingastjóra
EyjanBirtinga- og ráðgjafafyrirtækið Datera hefur ráðið Benedikt Rafn Rafnsson í starf birtingastjóra. Helstu verkefni Benedikts eru að veita stefnumótandi ráðgjöf og stýra birtingum á innlendum miðlum auk þess að hámarka árangur með samþættingu við erlenda miðla, eins og kemur fram í fréttatilkynningu. „Ég er spenntur að takast á við nýjar áskoranir og taka þátt í að innleiða nýja nálgun á birtingaráðgjöf fyrir Lesa meira
Karlar og eldri borgarar á Íslandi minnst hrifnir af styttingu vinnuvikunnar
FréttirStuðningur við styttingu vinnuvikunnar er mun meiri á meðal kvenna en karla. Einnig er yngra fólk mun hrifnari af henni en eldri borgarar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Prósent gerði. Í heildina litið er stuðningur við styttingu vinnuvikunnar mjög mikill. 64 prósent eru hlynnt henni en aðeins 19 prósent andvíg. 17 prósent sögðust Lesa meira
Afköstin aukast í heimavinnu
EyjanÞað er ekkert að því að vinna heima nokkrum sinnum í mánuði. Þú gætir jafnvel afkastað meiru en kollegi þinn, sem mætir á skrifstofuna alla daga, ef marka má nýja könnun. Í kjölfar COVID-19 héldu margir að starfsfólk mundi flykkjast á skrifstofuna í unnvörpum. „Um leið var talið að áframhaldandi heimavinna starfsfólks mundi bara draga Lesa meira
Sigríður fer frá stafrænni vegferð yfir í sælgætisgerðina
EyjanSigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Nóa Síríusar. Þóra Gréta Þórisdóttir sem verið hefur tímabundið starfandi forstjóri mun á sama tíma hverfa aftur til fyrri starfa sem fjármálastjóri Nóa Síríusar. Sigríður Hrefna er með embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Sigríður hefur víðtæka leiðtogareynslu Lesa meira
Matthías Tryggvi ráðinn listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu
FréttirMatthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og sviðshöfundur, hefur verið ráðinn í starf listræns ráðunautar Þjóðleikhússins. Matthías hefur víðtæka reynslu úr íslensku leikhús- og menningarlífi en er þekktastur fyrir leikverk sín og þátttöku í hljómsveitinni Hatara. Matthías Tryggvi gengur þar með til liðs við teymi listrænna stjórnenda Þjóðleikhússins. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, sem gegnt hefur starfinu um tæpra Lesa meira
Birgitta ráðin rekstrarstjóri notendalausna Origo
EyjanBirgitta Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við Notendalausnir Origo, þar sem hún mun starfa sem rekstrarstjóri (COO). Hún mun taka þátt í stefnumótun, stýra umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum. Birgitta er með MBM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, MicroMaster gráðu í Supply Chain Management (Stjórnun aðfangakeðjunnar) frá MIT í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Birgitta hefur Lesa meira
Vigdís ráðin kynningarstjóri markaðs- og menningar í Kópavogi
FréttirVigdís Másdóttir hefur verið ráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi en hún var valin úr hópi 120 umsækjenda um starfið. Vigdís starfað síðast sem kynningarstjóri Listaháskóla Íslands þar sem hún stýrði öllu kynningar-, markaðs-, og viðburðastarfi skólans og fór fyrir teymi verkefnastjóra þvert á skólann og deilda innan hans. Vigdís hefur áralanga reynslu í Lesa meira
Kynntu snjallar lausnir og aukna skilvirkni
FréttirOrigo stóð fyrir viðburði í gær á Grand hótel þar sem rekstraraðilum var boðið á ráðstefnu með yfirskriftina: Stafrænar lausnir fyrir þinn rekstur. Á viðburðinum, sem var vel sóttur, var einnig sýningarsvæði þar sem snjallar lausnir og nýjungar fyrir vöruhús og verslanir voru kynntar sem auka skilvirkni, lækka kostnað og bæta yfirsýn á birgðahaldi.Mikill áhugi Lesa meira
dk hugbúnaður fagnaði 25 ára afmæli með pomp og pragt
FókusHugbúnaðarfyrirtækið dk hugbúnaður hélt upp á 25 ára afmæli fyrirtækisins með pomp og pragt í veislusalnum Sjálandi í Garðabæ í gær. Margt góðra gesta mætti í afmælisveisluna en veislugestir voru aðallega bókarar og endurskoðendur auk starfsfólks dk. Bent Marinósson myndaði í afmælinu.Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan dk var stofnað í desember 1998 en Lesa meira
Róbert Aron ráðinn verkefna- og markaðsstjóri Miðborgarinnar
FréttirRóbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem verkefna- og markaðsstjóri „Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök„ sem er nýtt markaðsfélag miðborgarinnar sem var stofnað í mars. Tilgangur og markmið félagsins er að kynna miðborgina sem spennandi og skemmtilegan áfangastað. Upplýsa um þann mikla fjölbreytileika sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Í miðborginni eru 837 rekstraraðilar Lesa meira