fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025

Atvinnuleysi

Atvinnuleysi er komið niður í það sem það var fyrir heimsfaraldurinn

Atvinnuleysi er komið niður í það sem það var fyrir heimsfaraldurinn

Eyjan
30.09.2021

Það stefnir í að atvinnuleysi verði 5,1% um mánaðamótin en það er um það bil sama hlutfall og var þegar heimsfaraldurinn skall á í febrúar 2020. Það náði hámarki í janúar þegar það mældist 11,6% en síðan þá hefur það lækkað í hverjum mánuði. Í ágúst var það komið í 5,5%. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er Lesa meira

Halldór segir stöðuna eftirsóknarverða og fólk vanti til starfa

Halldór segir stöðuna eftirsóknarverða og fólk vanti til starfa

Eyjan
12.07.2021

Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að staðan í efnahagslífinu sé að vissu leyti eftirsóknarverð og að henni megi ekki tapa. Af þessum sökum hljóti efnahagsmál að verða áhersluatriði í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í haust. Morgunblaðið hefur þetta eftir Halldóri. Fram kemur að fulltrúar SA hafi að undanförnu heimsótt atvinnurekendur víða um land Lesa meira

793.000 skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku

793.000 skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku

Pressan
12.02.2021

Bandarískur vinnumarkaður á erfitt með að komast í gang vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því fá margir launþegar að kenna á. Í síðustu viku sóttu 793.000 manns um atvinnuleysisbætur en voru 812.000 í vikunni á undan. Í heildina eru um 20 milljónir skráðir atvinnulausir í landinu samkvæmt opinberum skrám en rauntalin er væntanlega mun hærri. Nefnd Lesa meira

Atvinnuleysi á Suðurnesjum komið í 26%

Atvinnuleysi á Suðurnesjum komið í 26%

Eyjan
11.02.2021

Vinnumálastofnun birti nýjar tölur í gær sem sýna að heildaratvinnuleysi á Suðurnesjum er komið í 26%. Það jókst úr 23,3% í desember í 26% í janúar. Hjá konum mældist heildaratvinnuleysið vera 29,1% og hjá körlum 24%. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðbjörgu Kristmundsdóttur, formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, að Lesa meira

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Reykjavíkurborg býst við 35% aukningu á umsóknum um fjárhagsaðstoð á milli ára

Eyjan
20.01.2021

Frá janúar til nóvember á síðasta ári fengu 2.460 manns fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg. Á sama tíma árið 2019 var fjöldinn 2.125. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svar Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs borgarinnar, við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að reiknað sé með að margir atvinnulausir einstaklingar muni missa bótarétt Lesa meira

Störfum fækkaði um 140.000 í Bandaríkjunum í desember – Allt kvennastörf

Störfum fækkaði um 140.000 í Bandaríkjunum í desember – Allt kvennastörf

Pressan
17.01.2021

Fyrir ári síðan gerðist sá merki atburður að fleiri konur voru í vinnu í Bandaríkjunum en karlar. Í þrjá mánuði voru konur á vinnumarkaði fleiri en karlar. Þetta hafði aðeins einu sinni áður gerst, í skamman tíma í árslok 2009 og ársbyrjun 2010. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að önnur atriði er aðskilja kynin á Lesa meira

Dökkar horfur í atvinnumálum – Líkur á miklu atvinnuleysi í vor

Dökkar horfur í atvinnumálum – Líkur á miklu atvinnuleysi í vor

Eyjan
07.01.2021

Ef ferðaþjónustan kemst ekki í gang verður áfram mikið atvinnuleysi á fyrri hluta ársins. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Þetta þýðir að dreifing bóluefnis gegn kórónuveirunni mun hafa áhrif á atvinnustigið hér á landi á næstu mánuðum. Morgunblaðið hefur eftir Yngva Harðarsyni, hagfræðingi, að ef það dregur úr væntingum almennings vegna hægagangs Lesa meira

Svört spá – Allt að 25% atvinnuleysi

Svört spá – Allt að 25% atvinnuleysi

Eyjan
14.10.2020

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi á Suðurnesjum verði komið í 25% fyrir jól. Engin dæmi eru til um svo mikið atvinnuleysi síðan mælingar hófust. Á landsvísu er atvinnuleysi nú rúmlega 10% en á Suðurnesjum mælist það 19,8%. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, að staðan Lesa meira

Fjölgun á atvinnuleysisskrá – Búast við 3.000 umsóknum á mánuði

Fjölgun á atvinnuleysisskrá – Búast við 3.000 umsóknum á mánuði

Eyjan
08.09.2020

Frá mánaðamótum hafa um 1.200 manns sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun (VMST). Hjá stofnuninni er búist við um 3.000 umsóknum á mánuði fram að áramótum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra VMST, að þetta sé svipaður fjöldi umsókna og búist var við og sé stofnunin þokkalega viðbúin þessu. Hún sagði of snemmt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af