Bretar hentu 600.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca
PressanBretar hentu rúmlega 600.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni eftir að þeir runnu út. Málið hefur verið sagt mikið hneyksli, að bóluefni hafi verið látið renna út í stað þess að gefa fátækum ríkjum það en mörg fátæk ríki hafa fengið sáralítið af bóluefnum. The Independent skýrir frá þessu. Blaðið segir að ríkisstjórnin hafi brugðist í að gefa Lesa meira
Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni
PressanBreska leyniþjónustan segir að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og sé rússneska bóluefnið Sputnik V byggt á sömu uppskrift. Áður var vitað að bóluefnin voru búin til með sömu aðferðum en nú virðist sem að um nákvæmlega sömu aðferðir sé að ræða, að minnsta kosti ef leyniþjónustan hefur rétt fyrir sér. Daily Mail skýrir frá þessu. Þegar heimsfaraldur Lesa meira
Danir gáfu Úkraínu 500.000 bóluefnaskammta
PressanDönsk stjórnvöld sendu nýlega 500.000 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Úkraínu og er um gjöf að ræða. Bóluefni AstraZeneca er ekki hluti af bólusetningaáætlun danskra heilbrigðisyfirvalda. „Við erum dönskum vinum okkar þakklát fyrir stuðning þeirra við að sigrast á þessari alheims áskorun,“ skrifaði Volodymyr Zelenskij, forseti Úkraínu, á Twitter. Ole Egberg Mikkelsen, sendiherra Dana í Úkraínu, sagði í samtali við Jótlandspóstinn Lesa meira
Þekktur andstæðingur bóluefna seldi sál sína – Fljótur að láta af andstöðu gegn greiðslu
PressanEinn þekktasti andstæðingur bóluefna í Bretlandi er Piers Corbyn, bróðir Jeremy Corbyn fyrrum leiðtoga Verkamannaflokksins. Í febrúar var Piers Corbyn handtekinn eftir að hann hafði líkt bresku bólusetningaáætluninni við útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. En nú hefur hann verið afhjúpaður sem hræsnari sem er reiðubúinn til að selja sál sína og láta af gagnrýni ef rétt upphæð er í boði. Það voru tveir þekktir grínistar, Suður-afríkumaðurinn Josh Pieters og Lesa meira
Dönsk kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni frá Janssen
PressanDönsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að ung kona hefði, að því er talið er, fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa, eftir bólusetningu með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Þetta er fyrsta skráða tilfellið í Danmörku. Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Bóluefnin frá Janssen og AstraZeneca eru ekki notuð í hinni opinberu bólusetningaáætlun í Danmörku en hins vegar getur fólk fengið bólusetningu Lesa meira
Ástralar ætla að hætta að nota bóluefni AstraZeneca
PressanÁstralar hafa ákveðið að hætta að nota bóluefnið frá AstraZeneca og byrja nú þegar að draga úr notkun þess. Í október er stefnt á að hætta alveg að gefa fólki það nema það biðji sérstaklega um að vera bólusett með því. Þetta kemur fram í nýrri bólusetningaáætlun stjórnvalda sem var birt á miðvikudaginn. Í henni kemur fram Lesa meira
Danir gefa Kenía 358.000 skammta af bóluefni AstraZeneca – Er að koma að síðasta notkunardegi
PressanDanska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að Danir ætla að gefa Kenía 358.000 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Danir eiga um 500.000 skammta af bóluefninu á lager og nálgast þeir síðasta notkunardag. Í samvinnu við UNICEF verða 358.000 skammtar sendir til Kenía. Ekki hefur verið gefið upp hvað verður gert við þá um 140.000 skammta sem eftir eru og Lesa meira
Danir gefa Slésvík-Holtsetalandi bóluefni frá AstraZeneca
PressanDanska ríkisstjórnin ákvað í gær að gefa Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi 59.300 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Danir nota bóluefnið frá AstraZeneca ekki vegna hættunnar á lífshættulegum aukaverkunum og eiga því nokkur hundruð þúsund skammta af því í geymslu. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, sagði í gær að það sé mjög jákvætt að Danir geti hjálpað nágrönnunum í Slésvík-Holtsetalandi á þennan hátt Lesa meira
Segja bóluefni AstraZeneca henta vel fyrir eldra fólk og þar sem mikið er um smit
PressanEvrópska lyfjastofnunin, EMA, segir að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni gagnist best hjá eldra fólki og á stöðum þar sem mikið er um smit. Ávinningurinn af notkun bóluefnisins eykst eftir því sem fólk er eldra og hlutfall smita er hærra. Þetta kemur fram í gögnum sem EMA birti nýlega en í þeim er virkni bóluefnisins borin saman við hættuna Lesa meira
Bandaríkin ætla að gefa öðrum löndum 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca
PressanBandaríkin hafa ekki þörf fyrir bóluefni frá AstraZeneca og ætla því að gefa öðrum löndum þá 60 milljónir skammta sem þau hafa samið um kaup á. Andy Slavitt, aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar um heimsfaraldurinn, skýrði frá þessu á Twitter. Hann skrifaði að bóluefnin verði gefin „þegar þau eru tiltæk“. „Til allra þeirra sem skiljanlega segja: „Kominn tími til“ eða „eftir hverju Lesa meira