fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ástralía

Brúðkaupinu aflýst eftir dramatískar vikur – Kynlífshneyksli stjörnunnar er ástæðan

Brúðkaupinu aflýst eftir dramatískar vikur – Kynlífshneyksli stjörnunnar er ástæðan

Pressan
11.01.2021

Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafi verið dramatískar og afdrifaríkar fyrir ástralska ruðningsleikmanninn Mitchell Pearce sem leikur með Newcastle Knights. Kynlífshneyksli hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann sem íþróttamann en einnig í einkalífinu því hann neyddist til að aflýsa brúðkaupinu sínu á síðustu stundu. News.com.au skýrir frá þessu. Hremmingar Pearce hófust þegar skýrt var frá því að hann hefði sent fjölda Lesa meira

Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney – Framlínufólk fær ekki að vera viðstatt flugeldasýningu á gamlárskvöld

Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney – Framlínufólk fær ekki að vera viðstatt flugeldasýningu á gamlárskvöld

Pressan
29.12.2020

Fyrirhugað hafði verið að 5.000 framlínustarfsmenn yrðu heiðursgestir á hinni hefðbundnu flugeldasýningu í Sydney í Ástralíu á gamlárskvöld. En nú hefur verið hætt við þetta því yfirvöld í New South Wales, þar sem Sydney er, reyna nú að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar í borginni. Á annað hundrað smit hafa greinst að undanförnu og því tilkynnti forsætisráðherra ríkisins um hertar sóttvarnaaðgerðir á gamlárskvöld. Borgarbúum verður meinaður Lesa meira

Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney eftir fjölda smita síðustu daga

Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney eftir fjölda smita síðustu daga

Pressan
21.12.2020

Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í Sydney í Ástralíu á miðnætti að staðartíma. Tilgangurinn er að gera út af við nýja bylgju kórónuveirunnar fyrir jól. Nú hafa reglur um hversu margir mega safnast saman verið hertar sem og um dans og söng. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales þar sem Sydney er, sagði í gær að frá því að þessi nýja bylgja hafi uppgötvast fyrir þremur dögum Lesa meira

Vísindamenn segja að kengúrur geti átt í markvissum samskiptum við fólk

Vísindamenn segja að kengúrur geti átt í markvissum samskiptum við fólk

Pressan
20.12.2020

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að kengúrur geta átt í samskiptum við fólk og það ekki fyrir tilviljun heldur af ásettu ráði. Þetta bendir til að þær búi yfir meiri vitsmunum en áður var talið. Það voru vísindamenn við University of Sydney og University of Roehampton í Lundúnum sem gerðu rannsóknina. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi lagt „óleysanlega þraut“ fyrir kengúrur. Í Lesa meira

Fékk leigumorðingja til að myrða foreldrana – Blaðamaður kom upp um ráðabruggið

Fékk leigumorðingja til að myrða foreldrana – Blaðamaður kom upp um ráðabruggið

Pressan
11.12.2020

26 ára kona frá Canberra í Ástralíu er grunuð um að hafa ætlað að láta myrða foreldra sína. Hún er sögð hafa fengið leigumorðingja til verksins og hafi fundið hann á djúpnetinu svokallaða. Hún samdi við hann og greiddi honum fyrir verkið. Enskur blaðamaður komst á snoðir um þetta og gerði lögreglunni viðvart í október. ABC skýrir frá Lesa meira

Brá illilega í brún – Risastór könguló var búin að koma sér fyrir undir hurðarhúninum

Brá illilega í brún – Risastór könguló var búin að koma sér fyrir undir hurðarhúninum

Pressan
06.12.2020

Christine Jones, frá New South Wales í Ástralíu, brá illilega í brún nýlega þegar hún ætlaði að fara að setjast inn í bílinn sinn. Hún sá að eitthvað stórt og loðið hafði komið sér vel fyrir undir hurðarhúninum. Christine hélt í fyrstu að um loðna fiðrildalirfu væri að ræða en þegar hún kom nær bílnum sá hún að um risastóra könguló var Lesa meira

Heitasta nóvembernótt sögunnar í Ástralíu

Heitasta nóvembernótt sögunnar í Ástralíu

Pressan
30.11.2020

Aðfaranótt sunnudags var heitasta nóvembernótt sögunnar í hlutum Ástralíu, þar á meðal Sydney. Í Sydney fór hitinn ekki niður fyrir 25,4 gráður um nóttina og var rúmlega 40 gráður á laugardag og sunnudag. Yfirvöld hafa bannað alla meðferð elds vegna hitans og þurrka. Í vesturhluta New South Wales, South Australia og norðurhluta Victoria fór hitinn í tæplega 45 gráður um helgina. Ástralska veðurstofan spáir fimm eða Lesa meira

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr

Dýraverndunarsamtök ósátt við fyrirhugaða krókódílaræktun – Hyggjast vera með 50.000 dýr

Pressan
20.11.2020

Franska tískuvörufyrirtækið Hermés hefur í hyggju að reisa einn af stærstu krókódílabúgörðum Ástralíu í Northern Territory. Þar er ætlunin að vera með um 50.000 saltvatns krókódíla sem verður síðan slátrað til að hægt sé að nota húð þeirra í lúxusvarning á borð við töskur og skó. Yfirvöld í Northern Territory hafa samþykkt fyrirætlanir Hermés en Lesa meira

Lygi pizzubakarans var dýrkeypt – Fyrirskipuðu umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir

Lygi pizzubakarans var dýrkeypt – Fyrirskipuðu umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir

Pressan
20.11.2020

Á miðvikudaginn tilkynntu yfirvöld í South Australia, einu ríkja Ástralíu, að grípa þyrfti til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Í dag tilkynntu yfirvöld síðan að ekki þyrfti að ganga jafn langt og tilkynnt var á miðvikudaginn. Ástæðan er lygi pizzubakara eins í ríkinu. Á miðvikudaginn var tilkynnt að fólk ætti að halda sig heima Lesa meira

Ástralar verða að búa sig undir framtíð með miklum náttúruhamförum

Ástralar verða að búa sig undir framtíð með miklum náttúruhamförum

Pressan
14.11.2020

Í nýrri skýrslu, sem fjallar um hina gríðarlegu gróðurelda sem herjuðu á Ástralíu sumarið 2019-2020, segir að Ástralar verði að gera róttækar breytingar á hvernig þeir berjast við slíka elda. Það eru breyttar loftslagsaðstæður sem valda þessu. Fyrrnefndir gróðureldar voru bara forsmekkurinn af því hvað hnattræn hlýnun getur fært okkur í framtíðinni og gera þarf róttækar breytingar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af