Áströlsk kona greip til óyndisúrræðis þegar hún var í sóttkví
Pressan„Þessi 31 árs kona hafði verið í sóttkví í nokkra daga og við höfðum átt í nokkrum vandræðum með hana og vorum að glíma við þau mál,“ sagði Chris Hodgman, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Queensland um mál konunnar. Hún hefur verið kærð fyrir íkveikju að sögn BBC. Konan dvaldi í sóttkví, ásamt tveimur börnum sínum, vegna COVID-19, þegar eldur kom upp Lesa meira
Ástralar senda lögreglumenn og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar
PressanÁstralska ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda 100 lögreglu- og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar en átök og óeirðir hafa geisað þar síðustu daga. Í höfuðborginni Honiara hefur verið kveikt í byggingum í Kínahverfinu og ríkisstjórnin óttast að henni verði bolað frá völdum í þeirri ringulreið sem hefur ríkt á eyjunum. Það var Manasseh Sogavare, forsætisráðherra Salómonseyja, Lesa meira
Dularfullt hvarf ellilífeyrisþega – Skelfileg uppgötvun á tjaldstæði
PressanÞetta hófst sem leynilegt ástarævintýri en endaði sem harmleikur, að minnsta kosti er ekki annað að sjá. Í um átján mánuði hefur ekkert spurst til Russell Hill, 74 ára, og vinkonu hans, hinnar 73 ára Carol Clay. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan 20. mars 2020 en þá voru þau í tjaldútilegu í Wonnagatta Valley í Alpine þjóðgarðinum í Lesa meira
Fjögurra manna fjölskylda situr föst í óbyggðum Ástralíu – Vistum kastað úr lofti
PressanOrios og Lindsey Zavros, áströlsk hjón, sitja nú föst í óbyggðum í sunnanverðri Ástralíu eftir að mikið óveður gekk yfir landshlutann um síðustu helgi. Með þeim eru tvö ung börn þeirra. Þau eru á stórum trukk með gistiaðstöðu. Hann festist í drullu eftir miklar rigningar sem fylgdu óveðrinu. Ekkert amar að fjölskyldunni og búið er að varpa vistum Lesa meira
„Hann dó við að gera það sem hann elskaði mest“
Pressan„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. En þetta gerðist. Maður verður bara að taka því,“ sagði eiginkona Paul Millachip en Paul var drepinn af tveimur hákörlum við Port Beach í Pert á laugardaginn. BBC segir að hann hafi fengið sér sundsprett þennan dag en hann og eiginkonan voru vön að fá sér sundsprett á þessum stað tvisvar til þrisvar í Lesa meira
Viltu breyta til? Bjóða ókeypis byggingarlóðir handa aðfluttum
PressanErtu orðin þreytt(ur) á ástandinu hér á klakanum? Veðrið, efnahagsmálin, stjórnmálin, jarðhræringar, talningarmálið í Norðvesturkjördæmi eða dýrtíðin? Þá er kannski tækifæri fyrir þig til að flytja og takast á við lífið á nýjum stað. Í boði er ókeypis byggingarlóð og góðir nágrannar, að því að sagt er! En til að geta nýtt þér þetta tilboð þarftu að Lesa meira
Bólusetja Kóalabirni gegn klamýdíu
PressanUm 400 kóalabirnir verða bólusettir gegn klamýdíu á næstunni í Ástralíu. Vísindamenn segjast vonast til að þetta geti leikið stórt hlutverk í að tryggja að tegundin lifi áfram. Klamýdía, sem smitast við kynmök, hefur breiðst mjög út meðal kóalabjarna og á sumum svæðum er helmingur dýranna smitaður. „Þetta er slæmur sjúkdómur sem veldur augnslímhúðarbólgu, blöðrubólgu Lesa meira
Er nýtt Madeleine McCann mál í uppsiglingu? – „Við teljum að hún hafi verið tekin úr tjaldinu“
PressanAðfaranótt síðasta laugardags hvarf Cleo Smith, fjögurra ára, úr tjaldi á tjaldsvæði norðan við Carnarvon í Ástralíu. Hún og fjölskylda hennar sváfu í tjaldinu. Engar vísbendingar hafa fundist í málinu en mikil leit hefur staðið yfir að Cleo. Lögreglan skýrði frá því í gær að hún telji að Cleo hafi verið rænt. ABC News skýrir frá þessu. Cleo og foreldrar hennar og yngri systir sváfu í Lesa meira
Högl á stærð við greipaldin féllu í Ástralíu
PressanÁ þriðjudaginn í vikunni féllu högl á stærð við greipaldin í bænum Yalboroo sem er í Queensland. Ástralska veðurstofan segir að svona stór högl hafi aldrei fallið þar í landi síðan skráningar hófust. „Við erum að tala um högl á stærð við greipaldin,“ hefur ABC News eftir Dean Narramore, veðurfræðingi. Óveður, sem er flokkað sem „hættulegt þrumuveður“ skall á Yalboroo á þriðjudaginn og þá féllu þessi Lesa meira
Leita að þeim sem drápu 14 friðaðar kengúrur
PressanLögregluna í New South Wales í Ástralíu grunar að 14 friðaðar kengúrur hafi verið drepnar af ásettu ráði og leitar nú að þeim sem drápu þær. Kengúrurnar fundust dauðar sunnan við Sydney á laugardaginn. Málið hófst með að lögreglan fann sex kengúrur, fimm fullorðin dýr og einn unga, dauðar nærri Long Beach, sem er um 270 kílómetra sunnan við Sydney, eftir að tilkynnt var Lesa meira