fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Ástralía

Ungir ástralskir lögreglumenn drepnir í fyrirsát – Lýst sem hreinni aftöku

Ungir ástralskir lögreglumenn drepnir í fyrirsát – Lýst sem hreinni aftöku

Pressan
13.12.2022

Tveir ungir ástralskir lögreglumenn féllu í skotbardaga í Queensland í gær. Auk þeirra létust fjórir til viðbótar. Lögreglan skýrði frá þessu í tilkynningu að sögn AFP. Formaður stéttarfélags lögreglumanna lýsir drápunum á lögreglumönnunum sem „aftöku“. „Að vita að þeir séu ekki lengur meðal okkar eftir miskunnarlausa og skipulagða aftöku sýnir vel þá hættu sem við stöndum frammi fyrir Lesa meira

Erum við ein í alheiminum? Uppsetning öflugasta útvarpssjónauka heims er hafin

Erum við ein í alheiminum? Uppsetning öflugasta útvarpssjónauka heims er hafin

Pressan
10.12.2022

Eftir þriggja áratuga þróunar- og undirbúningsvinnu er bygging á stærsta og öflugasta útvarpssjónauka heims hafin í Ástralíu. Rannsóknarstöðin hefur fengið nafnið Square Kilometra Array, SKA, og er verkefnið sagt vera eitt stærsta vísindaverkefni aldarinnar. The Guardian segir að þegar því sé lokið geti vísindamenn horft langt aftur í tímann, til þess tíma þegar fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar mynduðust. Einnig verður hægt Lesa meira

Ný rannsókn varpar ljósi á miklar áskoranir Ástrala vegna loftslagsbreytinganna

Ný rannsókn varpar ljósi á miklar áskoranir Ástrala vegna loftslagsbreytinganna

Pressan
04.12.2022

Á síðustu árum hafa Ástralar fengið að kenna á náttúrunni. Öfgafullir veðuratburðir hafa átt sér stað og hafa valdið mikilli eyðileggingu. Það er hækkandi hitastig sem veldur þessum miklu hamförum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var gerð fyrir áströlsku ríkisstjórnina. Skýrslan var birt nýlega. Í skýrslunni kemur fram að hækkandi hitastig valdi auknum Lesa meira

Bandaríkin senda B-52 sprengjuflugvélar til Ástralíu – Geta borið kjarnorkuvopn

Bandaríkin senda B-52 sprengjuflugvélar til Ástralíu – Geta borið kjarnorkuvopn

Pressan
05.11.2022

Bandarísk stjórnvöld ætla að senda allt að sex B-52 sprengjuflugvélar til norðurhluta Ástralíu og staðsetja þær í herstöð þar. Vélar af þessari tegund geta borið kjarnorkuvopn. Sky News skýrir frá þessu og segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin á sama tíma og spennan á milli Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, sérstaklega vegna Taívan. Aðstaða verður sett upp Lesa meira

Héldu að stór ástralskur kakkalakki hefði dáið út fyrir 80 árum – Fannst nýlega sprelllifandi

Héldu að stór ástralskur kakkalakki hefði dáið út fyrir 80 árum – Fannst nýlega sprelllifandi

Pressan
16.10.2022

Árið 1887 héldu vísindamenn frá Australian Museum til Lord Howe eyju, sem er pínulítil eyja undan vesturströnd Ástralíu. Þar fundu þeir meðal annars stóra „Blatta“, sem er kakkalakkategund, undir rotnandi trjábol. Síðar fékk þessi tegund nafnið Panesthia lata (P.lata), trjáétandi Lord Howe eyju kakkalakkinn. Mikið var sagt af honum á eyjunni og að hann gegndi mikilvægu hlutkerfi í vistkerfi eyjunnar og væri fæðuuppspretta fyrir margar fuglategundir. Rottur Lesa meira

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Fréttir
03.10.2022

Áströlsk stjórnvöld tilkynntu í gær um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi í kjölfar innlimunar fjögurra úkraínskra héraða í Rússneska ríkjasambandið. Að þessu sinni beinast aðgerðirnar gegn 28 nafngreindum stuðningsmönnum Pútíns, aðskilnaðarsinnum, ráðherrum og öðrum þekktum einstaklingum. Um ferðabann er að ræða og efnahagslegar refsiaðgerðir. Penny Wong, utanríkisráðherra, sagði í tilkynningu að refsiaðgerðirnar beinist gegn fólki sem „fylgi skipunum Pútíns“.

Ótrúlegt uppgötvun – 380 milljóna ára gamalt

Ótrúlegt uppgötvun – 380 milljóna ára gamalt

Pressan
25.09.2022

Í vesturhluta Ástralíu gerðu vísindamenn merka uppgötvun nýlega. Þar fundu þeir 380 milljóna ára gamalt hjarta. Það er í steingervingi af fiski. BBC skýrir frá þessu. Þetta er elsta hjartað sem nokkru sinni hefur fundist. Það veitir ákveðnar vísbendingar um hvernig mannslíkaminn hefur þróast yfir í að vera eins og hann er í dag. Kate Trinjastic, Lesa meira

Kengúra varð manni að bana í Ástralíu – Ekki gerst síðan 1936

Kengúra varð manni að bana í Ástralíu – Ekki gerst síðan 1936

Pressan
15.09.2022

Á sunnudaginn fannst 77 ára karlmaður, með alvarlega áverka, á heimili sínu í Redmond, sem er suðaustan við Perth í Ástralíu. Hann lést á vettvangi af völdum áverka sinna. Lögreglan telur að kengúra hafi orðið honum að bana og að hann hafi haldið kengúruna sem gæludýr. Sky News segir að samkvæmt lögum sé óheimilt að halda kengúrur sem gæludýr nema Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af