Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“
FréttirMál málanna í íslensku samfélagi undanfarna daga hefur verið afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti mennta- og barnamálaráðherra vegna sambands hennar og í kjölfarið barneignar með 16 ára pilti þegar hún var sjálf 22 ára, fyrir 35-36 árum Sitt hefur hverjum sýnst í umræðum um málið og um hvernig forystukonur ríkisstjórnarinnar, sérstaklega Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Lesa meira
Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
EyjanOrðið á götunni er að formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn hans hafi orðið sér til minnkunar með því að þrástagast í gær á rangfærslum úr fréttaflutningi Morgunblaðsins, RÚV og fleiri miðla um málið sem kennt er við frá farandi barnamálaráðherra löngu eftir að fram voru komnar upplýsingar sem hröktu þær rangfærslur. Vinnubrögð fréttamanna á þessum Lesa meira
Orðið á götunni: Ekki sama Jón og séra Jón hjá Sjálfstæðismönnum – sjá ekki bjálkann í eigin auga
EyjanÁsthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, lýsti fyrir helgi þeirri skoðun sinni að hún ætti ekki von á réttlæti frá íslenskum dómstólum. Tilefnið var niðurstaða dómstóls í máli sem hún átti hlut að. Orðið á götunni er að hún hefði mátt orða skoðun sína á varfærnari hátt. Degi síðar viðurkenndi hún það sjálf og dró í land. Lesa meira
Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“
EyjanÞingmaður Sjálfstæðisflokksins sem og fyrrum þingmaður flokksins gagnrýna Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að segja að hún og maður hennar séu hætt að búast við réttlæti hjá íslenskum dómstólum. Vilja Sjálfstæðismennirnir meina að með þessum orðum grafi ráðherrann undan trausti á íslensku dómskerfi sem sé háalvarlegt mál þegar um sé að ræða Lesa meira
Segir erfiða tíma fram undan hjá nýjum formanni – flokkseigendur misstu völdin og vilja þau á ný
EyjanÁ landsfundinum um síðustu helgi misstu flokkseigendur, sægreifar, Moggaklíkan og ríka fólkið í kringum Bjarna Benediktsson völdin í Sjálfstæðisflokknum þegar Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigurorð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í kosningu til formanns. Áslaug Arna var frambjóðandi ofangreindra afla en Guðrún Hafsteinsdóttir tilheyrir engri klíku eða fylkingu heldur var hún kjörin út á eigin verðleika. Stjórnmálaferill Lesa meira
Orðið á götunni: Facebook færsla Jóns Gunnarssonar tryggði Guðrúnu sigur – vopnin snerust í höndum hans
EyjanOrðið á götunni er að flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins og sægreifar kunni Jóni Gunnarssyni, þingmanni flokksins, litlar þakkir eftir að Guðrún Hafsteinsdóttir lagði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur með 19 atkvæða mun í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum í gær. Stefnt hafi í nokkuð öruggan sigur Áslaugar Örnu fyrir helgi en á fimmtudagskvöldið tók Jón upp á því að birta færslu Lesa meira
Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
EyjanLandsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun en kosið verður á sunnudag um embætti formanns. Þrjú hafa lýst yfir framboði. Þingmennirnir og fyrrum ráðherrarnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir auk listamannsins Snorra Ásmundssonar en sá síðastnefndi er almennt ekki talinn eiga mikla möguleika á sigri og baráttan um formannsembættið því talin standa á milli þingmannanna. Stuðningsmenn Lesa meira
Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu
EyjanFormannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að flokkurinn hafi tapað gildum sínum og brýnt sé að finna gamla flokkinn aftur og reyna að fara eftir gömlum slagorðum – stétt með stétt. Þær Guðrún og Áslaug Arna hafa þó ekki reynt að útskýra fyrir flokksmönnum sem kjósa á landsfundi hvað gerðist, hvenær flokkurinn tapaði áttum. Það er Lesa meira
Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
EyjanGervigreindin hefur nú kveðið upp sinn úrskurð um það hvor formannsframbjóðandinn í Sjálfstæðisflokknum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Guðrún Hafsteinsdóttir, flutti betri ræðu er þær kynntu framboð sín á fjölmennum fundum með stuðningsfólki og til hvaða hópa hvor þeirra höfðar. Skemmst er frá því að segja að niðurstaðan var sú, sem kemur engum á óvart sem Lesa meira
Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
EyjanSjálfstæðismenn eiga þess nú kost að kjósa formann úr landsbyggðarkjördæmi, manneskju sem hefur alið manninn í atvinnulífinu alla sína ævi, manneskju sem hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að borga starfsfólki laun og eiga ekki fyrir þeim, manneskju sem hefur þurft að skrapa saman til að eiga fyrir tryggingagjaldinu um mánaðamót. Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi Lesa meira