fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen

Nýtt bréf til Tom Hagen vakti vonir hans

Nýtt bréf til Tom Hagen vakti vonir hans

Pressan
28.09.2020

Eftir að Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018 fann eiginmaður hennar, Tom Hagen, bréf með kröfu um að hann greiddi lausnargjald upp á 9 milljónir evra ef hann vildi sjá eiginkonu sína aftur á lífi. Hann greiddi þetta ekki og næstu átta mánuði rannsakaði lögreglan málið sem mannrán. En eftir þessa átta mánuði Lesa meira

Getur app í síma Anne-Elisabeth leyst ráðgátuna um örlög hennar? „Tímamótaaðferð“

Getur app í síma Anne-Elisabeth leyst ráðgátuna um örlög hennar? „Tímamótaaðferð“

Pressan
27.08.2020

Norska lögreglan hefur að undanförnu lagt mikla vinnu í að sviðsetja síðustu mínúturnar áður en Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu á Sloraveien 4 í útjaðri Osló þann 31. október 2018. Athyglin hefur sérstaklega beinst að appi í farsíma hennar en það heitir „Sundhed“ og skráir fjölda skrefa og hversu margar tröppur notendur ganga dag hvern. VG skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira

SMS frá Anne-Elisabeth er meðal sannana gegn Tom Hagen

SMS frá Anne-Elisabeth er meðal sannana gegn Tom Hagen

Pressan
18.08.2020

Sex dögum áður en hún hvarf sendi Anne-Elisabeth Hagen SMS til vinkonu sinnar. Í skilaboðunum lýsti hún yfir vonbrigðum sínum með áhugaleysi eiginmanns síns, Tom Hagen, á brúðkaupsafmæli þeirra. Sjálfur segir Tom að þau hafi fagnað tímamótunum með huggulegum kvöldmat. TV2 skýrir frá þessu og segist hafa upplýsingar um hvað stóð í skilaboðunum sem voru send þann 25. október 2018. Lesa meira

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Pressan
11.08.2020

Þegar norski auðkýfingurinn Tom Hagen kom heim til sín þann 31. október 2018 var eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, horfin. Tom fann hvítt umslag með hótunarbréfi í. Í því kom skýrt fram að Anne-Elisabeth hefði verið rænt. En norska lögreglan efast um sannleiksgildi bréfsins. VG skýrir frá þessu og segir að aðalástæðan sé að fingraför Tom hafi ekki fundist á Lesa meira

Síðasta símtal Anne-Elisabeth – Var með plön fyrir daginn

Síðasta símtal Anne-Elisabeth – Var með plön fyrir daginn

Pressan
01.07.2020

Nýjar upplýsingar koma stöðugt fram í máli Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Nú síðast eru það upplýsingar um síðasta símtal hennar en það átti sér stað þennan örlagaríka dag. Hún ræddi þá stuttlega við son sinn eða í 92 sekúndur. Að morgni 31. október 2018, Lesa meira

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?

Pressan
29.05.2020

Nýjar upplýsingar koma stöðugt fram í máli Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Í vikunni skýrðu norskir fjölmiðlar frá því að meintir mannræningjar hafi viljað semja um upphæðina sem var krafist í lausnargjald. Þá hafa fjölmiðlar einnig fjallað um mikinn fjölda Lesa meira

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?

Pressan
27.05.2020

Hvernig stóð á því að einn af ríkustu mönnum Noregs var ekki með þjófavarnarkerfi, sem virkaði, á heimili sínu? Þessu hafa norskir fjölmiðlar velt upp að undanförnu eftir að skýrt var frá því að þjófvarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna hafi verið úrelt og að hjónin hafi ekki notað það. Eins og flestir vita eflaust þá var Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af