fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen

Tom Hagen liggur enn undir grun

Tom Hagen liggur enn undir grun

Pressan
06.04.2021

Norska lögreglan hvikar ekki í þeirri stefnu sinni að Tom Hagen hafi komið að morðinu á Anne-Elisabeth Hagen og hvarfi hennar frá heimili þeirra hjóna í útjaðri Osló í lok október 2018. Hefur lögreglan ekki í hyggju að falla frá kærum á hendur Tom fyrir þetta. Þetta sagði Gjermund Hanssen, yfirlögregluþjónn, fyrir helgi. Hann sagði Lesa meira

Lögreglan telur að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth miði áfram – Ákvörðun um ákæru í sumar

Lögreglan telur að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth miði áfram – Ákvörðun um ákæru í sumar

Pressan
22.03.2021

Norska lögreglan vinnur enn hörðum höndum að rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt og að lausnargjaldskrafa, sem var sett fram, hafi aðeins verið liður í blekkingaraðgerðum. Fyrir tæpu ári var eiginmaður Anne-Elisabeth, Tom Hagen, handtekinn grunaður um að hafa Lesa meira

Hvarf Anne-Elisabeth – Athygli lögreglunnar beinist að nýjum aðilum

Hvarf Anne-Elisabeth – Athygli lögreglunnar beinist að nýjum aðilum

Pressan
22.03.2021

Athygli norsku lögreglunnar hefur að undanförnu beinst að nýjum aðilum í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Lögreglan gengur út frá því að hún hafi verið myrt og hefur eiginmaður hennar, Tom Hagen, legið undir grun um aðild að málinu. Hann neitar sök. Norska ríkisútvarpið, NRK, segir að fólk, Lesa meira

Þetta smáatriði varð til þess að Tom Hagen trúði ekki að hér væri um mannræningjana að ræða

Þetta smáatriði varð til þess að Tom Hagen trúði ekki að hér væri um mannræningjana að ræða

Pressan
09.03.2021

Um klukkan 13.30 þann 31. október 2018 kom Tom Hagen heim til sín. Hann hafði hringt ítrekað í eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen, án þess að hún svaraði. Hann óttaðist að hún hefði veikst og fór því heim til að kanna með hana. Hún var ekki í húsinu en í ganginum fann hann umslag. Í því var umtalað hótunarbréf Lesa meira

Eitt mikilvægasta sönnunargagnið í máli Anne-Elisabeth Hagen – Sérfræðingar eru nokkuð vissir í sinni sök

Eitt mikilvægasta sönnunargagnið í máli Anne-Elisabeth Hagen – Sérfræðingar eru nokkuð vissir í sinni sök

Pressan
08.03.2021

Eitt mikilvægasta sönnunargagnið í máli Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018, er hótunarbréf sem var skilið eftir í húsinu. Það er skrifað á lélegri norsku með enskum slettum. Sérfræðingar eru vissir í sinni sök hvað varðar bréfið og bréfritarann. Bréfið fannst á heimili Hagen-hjónanna að Sloraveien 4 eftir að Anne-Elisabeth hvarf. Það er Lesa meira

Óvænt uppgötvun heima hjá Tom Hagen – Af hverju var þetta geymt?

Óvænt uppgötvun heima hjá Tom Hagen – Af hverju var þetta geymt?

Pressan
21.12.2020

Í lok apríl var norski milljarðamæringurinn Tom Hagen handtekinn við heimili sitt í Lørenskog í útjaðri Osló, grunaður um aðild að hvarfi og morði á eiginkonu hans Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimilinu að morgni 31. október 2018. Við húsleit á heimil hjónanna fann lögreglan undarlegt safn sem hefur vakið mikla undrun og hugleiðingar um tilganginn með því. Það er safn gamalla Lesa meira

Ekkert lífsmark í tvö ár – Lögreglan hefur ekki gefið upp von um að geta leyst málið

Ekkert lífsmark í tvö ár – Lögreglan hefur ekki gefið upp von um að geta leyst málið

Pressan
17.11.2020

Hann vill ekki tala við lögregluna en var fús til að mæta í viðtal hjá Norska ríkissjónvarpinu (NRK) þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. Hér er verið að tala um norska milljarðamæringinn Tom Hagen sem er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, að bana þann 31. október 2018. Tom var í viðtali við hjá NRK þegar Lesa meira

Norska lögreglan viðurkennir stór mistök í máli Tom Hagen

Norska lögreglan viðurkennir stór mistök í máli Tom Hagen

Pressan
16.11.2020

Norska lögreglan hefur viðurkennt að hafa gert stór mistök í rannsókninni á hvarfi og væntanlega morðinu á Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló fyrir rúmum tveimur árum. Eiginmaður hennar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa orðið henni að bana eða að hafa verið í vitorði með þeim sem urðu henni Lesa meira

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“

Pressan
29.10.2020

Hver nam Anne-Elisabeth Hagen á brott frá heimili hennar í útjaðri Osló að morgni 31. október 2018 og varð henni að bana? Þetta er spurningin sem norska lögreglan hefur reynt að svara í tvö ár. Í fyrstu var talið að henni hefði verið rænt því lausnargjaldskrafa var sett fram en síðar byrjaði lögreglan að rannsaka málið út frá því Lesa meira

Dularfullar lygar Tom Hagen

Dularfullar lygar Tom Hagen

Pressan
07.10.2020

Dulkóðaðir tölvupóstar, dularfull fótspor í forstofunni og þéttskrifað hótunarbréf með mörgum stafsetningarvillum. Þetta eru meðal þeirra „sönnunargagna“ sem norski milljarðamæringurinn Tom Hagen útbjó og kom fyrir til að hylma yfir dularfullt hvarf eiginkonu sinnar. Að minnsta kosti að mati norsku lögreglunnar sem telur að Tom Hagen hafi á einn eða annan hátt verið viðriðinn hvarf Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Egill Þór er látinn