Banamein Sofiu liggur enn ekki fyrir – Meintur gerandi hefur setið í varðhaldi í fjóra mánuði og neitar sök
FréttirBanamein Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn liggur enn ekki fyrir. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, stjúpbræður búsettir á Selfossi, sá eldri þeirra, fæddur 1997, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan, en sá yngri þeirra, fæddur 1998, var látinn laus 4. maí síðastliðinn. Sá hefur ítrekað komist Lesa meira
Nafn mannsins sem lést við Njarðvíkurhöfn
FréttirÍ tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn sem lést í sjóslysi í Faxaflóa, skammt fyrir utan Innri-Njarðvík, þann 22. júlí síðastliðinn hét Hörður Garðarsson. Hörður var fæddur 1958 og bjó í Reykjavík. Hann lætur eftir sig fjögur börn, þrjú þeirra uppkomin.
Dauði Sofiu – Enn er beðið niðurstaðna krufningar og lífsýnarannsóknar
FréttirTuttugu og sex ára gamall Íslendingur situr enn í gæsluvarðhaldi vegna andláts 28 ára gamallar konu frá Lettlandi, Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn. Tveir stjúpbræður voru handteknir vegna málsins en annar þeirra látinn laus fljótlega. Hinn hefur setið í gæsluvarðhaldi allar götur síðan málið kom upp. Lesa meira
Útför Sofiu á föstudag
FréttirSofia Sarmite Kolesnikova verður lögð til hinstu hvílu á föstudag. Útför fer fram frá Fossvogskirkju. Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi laugardaginn 29. apríl, hún var 28 ára gömul. Tveir menn, stjúpbræður, voru handteknir á vettvangi og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar þeirra var látinn laus 4. maí, en gæsluvarðhald yfir hinum framlengt til 19. Lesa meira
Rannsókn á andláti Sofiu beinist að hugsanlegu manndrápi
FréttirRannsókn lögreglu á andláti Sofiu Samite Kolesnikova, 28 ára gamallar konu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi 29. apríl, beinist nú að hugsanlegu manndrápi. Er það í samræmi við bráðabirgðaniðurstöðu krufningar. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir sama dag á vettvangi og síðar úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 5. maí. Öðrum þeirra var sleppt í Lesa meira
Bráðabirgðaniðurstöður krufningar liggja fyrir – Fundað með aðstandendum í dag
FréttirLögreglan á Suðurlandi er komin með bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu konunnar sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl. Telur lögreglan sig komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andlátsins og mun hún funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. Tveir menn, stjúpbræður á þrítugsaldri, voru handteknir á vettvangi og úrskurðaðir Lesa meira
Annar mannanna í Selfossmálinu látinn laus
FréttirAnnar tveggja sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síðan 29. apríl vegna rannsóknar á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova á Selfossi var látinn laus í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu lögreglunnar. Krafa hefur verið lögð fram fyrir héraðsdómi um að hinn karlmaðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Talið er að andlát konunnar hafi Lesa meira
Minnist Sofiu systur sinnar sem lést á Selfossi – „Ósættanleg tilfinning situr í hjarta okkar að vita að þú sért farin“
FréttirLögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig andlát ungrar konu bar að á fimmtudag í síðustu viku. Konan fannst látin í heimahúsi, en stjúpbræður á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi til 5. maí vegna rannsóknar málsins. „Ósættanleg tilfinning situr í hjarta okkar að vita að þú sért farin elsku litla systir mín,“ segir Valda Nicola eldri systir Lesa meira
Birta að svo stöddu ekki nafn hinnar látnu
FréttirLögreglan á Suðurlandi mun ekki að svo stöddu gefa upp nafn konunnar sem lést í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil en miðar vel áfram og er rannsóknarvinna í fullum gangi. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi og voru á laugardag úrskurðaðir Lesa meira
Stjúpbræðurnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald
FréttirDómari við Héraðsdóm Suðurlands hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um að tveir menn, sem handteknir voru í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti konu á þrítugsaldri í heimahúsi á Selfossi í fyrradag, verði úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald. Fram hefur komið að dómarinn óskaði eftir því í gær að nýta sér sólarhringsfrest til Lesa meira