Læknir lést af völdum COVID-19 – Notaði sömu andlitsgrímuna dögum saman
PressanBandaríski læknirinn Adeline Fagan, 28 ára, lést í september af völdum COVID-19 eftir tveggja mánaða veikindi. Nýlega kom fram að hún notaði sömu andlitsgrímuna vikum saman. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Fagan hafi notað sömu andlitsgrímuna dögum ef ekki vikum saman vegna skorts á hlífðarbúnaði fyrir hjúkrunarfólk á HCA Houston Healthcare West sjúkrahúsinu sem hún starfaði á. Um andlitsgrímu af gerðinni N95 var að ræða en Lesa meira
Svæfingalæknir ákærður fyrir að valda dauða breskrar konu – Var ölvaður við störf
PressanFranski svæfingalæknirinn Helga Wauters er sökuð um að hafa orðið Xynthia Hawke, 28 ára, að bana þegar hún sinnti henni sem svæfingalæknir. Hawke var þá að fæða barn. Wauters hafði neytt áfengis áður en hún mætti til vinnu. Hawke fékk hjartaáfall eftir að Wauters setti slöngu niður í vélinda hennar í stað barkans. Hún áttaði sig ekki á mistökunum þrátt fyrir að Hawke hafi kastað upp og öskrað Lesa meira
Hár 12 ára stúlku var fullt af lús – Varð henni að bana
PressanÍ þrjú ár var Kaitlyn Yozviak með lús í hárinu og það í miklu magni. Hún var bitin mörg þúsund sinnum af þessum meindýrum sem höfðu gert hár hennar að heimili sinu. Hún lést í ágúst, 12 ára að aldri. Samkvæmt frétt The Sun þá orsökuðu öll þessi lúsabit blóðskort hjá Kaitlyn og lést hún af völdum hjartaáfalls. Foreldrar hennar, May Katherine Horton og Joey Yozviak, hafa bæði verið Lesa meira
Vara við hættulegri amöbu eftir andlát sex ára drengs
PressanYfirvöld í Texas í Bandaríkjunum vara fólk við mjög hættulegri amöbu í vatni í og við Brazoriasýslu. Aðvörunin var send út eftir að sex ára drengur lést eftir að heilaétandi amaba hafði tekið sér bólfestu í heila hans. Fleiri amöbur þessarar tegundar fundust síðan í vatnsbóli í sýslunni. Drengurinn, Josiah McIntyre, lést þann 8. september af völdum Lesa meira
Endurkjörinn bæjarstjóri þrátt fyrir að hafa látist fyrir 14 dögum
PressanÍbúar í rúmenska þorpinu Deveselu, sem er í suðurhluta landsins, kusu Ion Aliman, jafnaðarmann, sem bæjarstjóra í kosningum á sunnudaginn. Sigur hans var afgerandi en hann hlaut 64% atkvæða. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Aliman lést af völdum COVID-19 fyrir um hálfum mánuði. Um 3.000 manns búa í þorpinu og segja margir þeirra að Aliman hafi staðið Lesa meira
9 af hverjum 10 fórnarlömbum COVID-19 í Noregi voru með króníska sjúkdóma
PressanAf þeim 236, sem létust af völdum COVID-19 frá mars og út maí í Noregi, voru 215 með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram í niðurstöðum yfirferðar á öllum andlátum af völdum COVID-19 á fyrstu þremur mánuðum heimsfaraldursins. Yfirferðin sýnir að 9 af hverjum 10, sem létust af völdum COVID-19 frá mars til og með maí, voru með króníska sjúkdóma. Þetta kemur fram Lesa meira
Rúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist af völdum kórónuveirunnar
PressanRúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn um allan heim hafa látist af völdum kórónuveirunnar síðan heimsfaraldurinn braust út. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þessi tala segi væntanlega ekki alla söguna, líklega hafi enn fleiri látist. „Að rúmlega 7.000 manns hafi látist við að reyna að bjarga lífi annarra Lesa meira
16 ára piltur lést eftir að fjörsungur stakk hann
Pressan16 ára piltur lést nýlega þegar hann var að snorkla á Spáni. Talið er að hann hafi látist samstundis þegar fjörsungur stakk hann. Í fyrstu var talið að pilturinn hefði drukknað en frekari rannsóknir hafa leitt í ljós að líklega hafi baneitraður fjörsungur orðið honum að bana. Þessi hörmulegi atburður átti sér stað á vinsælli strönd í Costa Brava. The Mirror skýrir Lesa meira
19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu
PressanÞað eru allt að fimmtán sinnum meiri líkur á að smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í bandarískum fangelsum en annars staðar í bandarísku samfélagi. Nú hafa minnst 19 fangar látist af völdum COVID-19 í San Quentin-fangelsinu norðan við San Francisco í Kaliforníu. Auk þess hefur rúmlega helmingur fanganna smitast af veirunni. AP segir að Lesa meira
Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu
PressanDyr, sem búið var að brjóta upp, og brotin rúða vöktu grun hjá lögreglunni um að eldri kona hefði verið myrt á heimili sínu á Orø í Danmörku. Konan fannst látin inni í húsinu og hafði greinilega ekki látist nýlega. En lögreglan vildi heldur ekki útiloka að sá eða þeir sem brutust inn hjá konunni Lesa meira