Segir misskilning að börnum stafi ekki hætta af COVID-19 – 2.060 börn yngri en 9 ára hafa látist
PressanBrasilíski faraldsfræðingurinn Fatima Marinho, sem starfar við háskóla í Sao Paolo, segir að það sé ekki rétt að börnum stafi ekki mikil hætta af COVID-19. Hún segir að 2.060 börn, yngri en 9 ára, hafi látist af völdum sjúkdómsins í Brasilíu. Þetta er mat hennar en opinberar tölur eru mun lægri. Hún segir að ástæðan fyrir því sé að ekki Lesa meira
Fleiri dauðsföll en fæðingar í sumum brasilískum borgum – COVID-19 er ástæðan
PressanSíðustu sex mánuði hafa fleiri dauðsföll verið í Rio de Janeiro í Brasilíu en fæðingar. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar en veiran leikur nær algjörlega lausum hala í Brasilíu. Rio de Janeiro er næstfjölmennasta borg landsins. Þar voru skráð 36.437 andlát í mars en fæðingar voru 32.060, munurinn er 16%. Í að minnsta kosti 10 öðrum borgum, með meira en hálfa milljón íbúa, voru Lesa meira
Hans lést af völdum COVID-19 – Samsæriskenningasmiður sem sagði kórónuveiruna ekki vera til
PressanÁ þriðjudag í síðustu viku lést Hans Gaarder, 60 ára, einn þekktasti samsæriskenningasmiður Noregs og þekktur efasemdarmaður um tilvist kórónuveirunnar. Banamein hans var COVID-19. Margir fylgjendur hans eru í áfalli vegna andláts hans og kannski þá sérstaklega að það hafi verið COVID-19 sem varð honum að bana. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla var Hans maðurinn á bak við nettímaritið Lesa meira
Rannsaka hvort andlát þriggja Norðmanna tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
PressanNorsk yfirvöld tilkynntu í gær að tveir Norðmenn hefðu látist um helgina af völdum blóðtappa á háskólasjúkrahúsinu í Osló. Verið er að rannsaka hvort andlát þeirra tengist bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Fyrir var andlát eins Norðmanns til rannsóknar af sömu ástæðu. Norska ríkisútvarpið, NRK, skýrir frá þessu. Haft er eftir Steinar Madsen, hjá norsku Lesa meira
Úrskurðaður látinn – Vaknaði þegar krufningin var að hefjast
PressanNýlega var 27 ára Indverji úrskurðaður látinn eftir að hann lenti í umferðarslysi. Hann var fluttur á sjúkrahús og settur í öndunarvél. Læknar tóku hann síðan úr öndunarvélinni og sögðu að hann ætti ekki langt eftir. Hann var þá fluttur á annað sjúkrahús þar sem læknar úrskurðuðu hann látinn. Líkið var þá flutt til krufningar. Þegar réttarmeinafræðingar Lesa meira
Mikill harmleikur – 11 ára stúlka fann foreldra sína látna
Pressan11 ára stúlka, sem bjó með foreldrum sínum í Missouri í Bandaríkjunum, fann nýlega báða foreldra sína látna á heimilinu. Yfirvöld telja að þau hafi látist af völdum COVID-19. People skýrir frá þessu og hefur eftir nágranna fjölskyldunnar að móðirin hafi leitað á sjúkrahús nokkru áður. „Þau héldu að hún hefði fengið heilablæðingu en ég held að það hafi Lesa meira
Ný rannsókn – Þeir sem deyja úr COVID-19 deyja að meðaltali 16 árum fyrr en ella
PressanÞeir sem deyja af völdum COVID-19, deyja að meðaltali 16 árum fyrr en þeir myndu annars gera. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar sem byggir á dánartölum í 81 landi eftir að heimsfaraldurinn brast á. Í heildina hafa rúmlega 20 milljónir lífsára tapast vegna COVID-19 dauðsfalla ef miða má við niðurstöður rannsóknarinnar. Um alþjóðlega rannsókn er að ræða þar Lesa meira
Laug til um COVID-19 veikindi sín – Það varð allri fjölskyldunni að bana
PressanÞað getur haft alvarlegar afleiðingar að ljúga að fjölskyldu sinni. Það á svo sannarlega við um mál 36 ára konu frá Táchira í Venesúela. Hrakfarirnar byrjuðu um miðjan desember þegar konan, Verónica García Fuentes, fékk hita. Newsweek skýrir frá þessu. Hún fór því í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Hún einangraði sig því heima en sleppti því að segja eiginmanni sínum Lesa meira
Freyja fannst látin – Maður handtekinn vegna gruns um morð
FréttirDanska lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrir stundu þar sem segir að lík Freyju Egilsdóttur Mogensen, íslenskrar konu sem lýst var eftir í gær, sé fundið. Hún var 43 ára. 51 árs fyrrum sambýlismaður hennar hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Freyju að bana. Lögreglan hóf leit að Freyju í gærmorgun en síðdegis í Lesa meira
Fjórir úr sömu fjölskyldu létust af völdum COVID-19 – Segir Boris Johnson bera ábyrgð á því
PressanTracy Latham, sem býr í Derby á Englandi, segir að Boris Johnson, forsætisráðherra, sé með „blóði drifnar hendur“ eftir að fjórir úr fjölskyldu hennar létust af völdum COVID-19 eftir jólin. Einn til viðbótar er þungt haldinn af sjúkdómnum. Fólkið smitaðist eftir að hafa hist um jólin en breska ríkisstjórnin slakaði mjög á sóttvarnarreglum um jólin svo fólk gæti hist í einn dag. Lesa meira