Stúlkur í Ekvador þurfa þína hjálp
FréttirÍ tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að deildin muni í dag 15. september ýta úr vör til styrktar verkefnis Amnesty International á Ameríkusvæðinu. Tilkynningin hljóðar svo: „Verkefnið styður við níu stúlkur í Amazon-skóginum í Ekvador sem berjast fyrir hreinu, heilnæmu og sjálfbæru umhverfi þar sem þær búa. Stuðningurinn felst m.a. í frekari rannsóknum á Lesa meira
Írönsk stjórnvöld sögð beita fjölskyldur látins andófsfólks ofbeldi og skemma grafreiti
FréttirÍ fréttatilkynningu Íslandsdeildar Amnesty International segir að fjölskyldur einstaklinga sem voru myrtir af öryggissveitum í Íran árið 2022 í uppreisn fyrir frelsi kvenna verði að fá að minnast ástvina sinna nú þegar ár er liðið frá andláti þeirra. Írönsk stjórnvöld hafi ráðist á og ógnað fjölskyldum fórnarlambanna af enn meiri þunga til að þagga niður Lesa meira
Amnesty segir að tjáningarfrelsi verði brátt úr sögunni í Hong Kong
PressanÁ þriðjudaginn var 24 ára karlmaður fundinn sekur um hryðjuverk og hvatningu til sjálfstæðis Hong Kong en dómurinn byggist á nýlegum öryggislögum sem kínversk stjórnvöld innleiddu í borgríkinu. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að dómurinn sé væntanlega upphafið að endalokum tjáningarfrelsis í borgríkinu sem er hluti af Kína en á að njóta ákveðinnar sérstöðu í ýmsum málaflokkum. Það var Tong Ying–kit sem var fundinn sekur Lesa meira
Segja að Kínverjar hafi skapað óttablandið andrúmsloft í Hong Kong með löggjöf sinni
PressanNú er um eitt ár liðið síðan að kínverska þingið, sem kommúnistaflokkurinn stýrir harðri hendi, samþykkti ný öryggislög fyrir Hong Kong. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að með lögunum sé Hong Kong nú nærri því að vera lögregluríki. Samtökin segja að yfirvöld í Hong Kong hafi notað lögin til að handtaka fólk af handahófi, stunda ritskoðun og brjóta á réttindum borgaranna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty sem Lesa meira
Amnesty segir að dráp á mótmælendum í Mjanmar séu aftökur án dóms og laga
PressanMannréttindasamtökin Amnesty International segja að dráp hersins í Mjanmar á mótmælendum séu eins og aftökur án dóms og laga. Að minnsta kosti 60 mótmælendur hafa verið drepnir af hernum eftir að hann tók völdin 1. febrúar. Amnesty birti í gær skýrslu um stöðu mála í Mjanmar en hún er byggð á 50 myndbandsupptökum af grimmdarlegri meðferð hersins á mótmælendum. Dpa-fréttastofan Lesa meira
Rúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist af völdum kórónuveirunnar
PressanRúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn um allan heim hafa látist af völdum kórónuveirunnar síðan heimsfaraldurinn braust út. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þessi tala segi væntanlega ekki alla söguna, líklega hafi enn fleiri látist. „Að rúmlega 7.000 manns hafi látist við að reyna að bjarga lífi annarra Lesa meira