fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Alvotech

Forstjóri Kauphallarinnar: Tvískráningar fyrirtækja hafa lukkast vel – Öðruvísi fjárfestar á Íslandi

Forstjóri Kauphallarinnar: Tvískráningar fyrirtækja hafa lukkast vel – Öðruvísi fjárfestar á Íslandi

Eyjan
08.03.2024

Tvískráning fyrirtækja í kauphöll, hérlendis og erlendis, er mikil og góð auglýsing fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn og styrkir íslensku kauphöllina. Virk viðskipti eru hér á landi með þau félög sem eru tvískráð, t.d. Alvotech. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni. Man ég það ekki rétt að þegar Alvotech Lesa meira

Alvotech og Bioventure fá markaðsleyfi í Egyptalandi

Alvotech og Bioventure fá markaðsleyfi í Egyptalandi

Fréttir
29.08.2023

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech, sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja, hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Í henni kemur fram að fyrirtækið ásamt Bioventure, dótturfyrirtæki GlobalOne Healthcare Holding LLC, hafi verið veitt leyfi af lyfjaeftirliti Egyptalands (EDA) til framleiðslu og sölu á AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Humira (adalimumab), sem notað er til meðferðar við liðagigt Lesa meira

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech

Eyjan
31.05.2023

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alvotech. Eva kemur til Alvotech frá Landspítala þar sem hún hefur starfað sem deildarstjóri mannauðsmála síðan í ársbyrjun 2022. Áður starfaði hún í tæp sjö ár við mannauðsmál hjá Össuri og þar áður hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova. Eva er um þessar mundir að ljúka MBA gráðu frá Lesa meira

Alvotech semur við Polifarma um markaðssetningu líftæknilyfjahliðstæðu í Tyrklandi

Alvotech semur við Polifarma um markaðssetningu líftæknilyfjahliðstæðu í Tyrklandi

Eyjan
10.05.2023

Alvotech tilkynnti í dag um undirritun samnings við Polifarma um markaðssetningu í Tyrklandi á AVT06, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea (aflibercept). „Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Polifarma um markaðssetningu á þessu fyrirhugaða lyfi við augnsjúkdómum,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Markmið okkar er að bæta aðgengi sjúklinga um allan heim að hagstæðum líftæknilyfjum. Þetta samstarf gerir okkur kleift að þjóna Lesa meira

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Eyjan
21.10.2020

Gengið hefur verið frá fjármögnun upp á 65 milljónir dollara, sem svarar til um 9 milljarða króna, fyrir líftæknifyrirtækið Alvotech. Það eru stórir fjárfestar úr lyfjageiranum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu sem leggja þetta hlutafé til. Þá eru íslenskir lífeyrissjóðir sagðir vera að skoða að fjárfesta í fyrirtækinu. Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram Lesa meira

Einn stærsti samningur íslensks fyrirtækis – 500 milljarðar á 10 árum

Einn stærsti samningur íslensks fyrirtækis – 500 milljarðar á 10 árum

Fréttir
06.08.2020

Alvotech hefur samið við alþjóðlega lyfjarisann Teva Pharmaceuticals um samstarf um þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum. Samningurinn tryggir Alvotech mörg hundruð milljarða í tekjur á næstu tíu árum. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þetta sé einn stærsti samningur sem íslenskt fyrirtæki hefur gert til þessa. „Við gerum ráð fyrir því að Bandaríkin skili okkur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af