Tíunda og síðasta vika Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju hefst í dag
Síðasta vika Alþjóðlega orgelsumarsins hefst í dag og lofa aðstandendur hennar því að hátíðin muni enda með stæl. Organistinn Jónas Þórir mun spinna út frá verkum G. Gershwins með óvæntu útspili, vegleg dagskrá verður í Hallgrímskirkju á Menningarnótt (svokallaður Sálmafoss) og ein stærsta orgelstjarna sumarsins, Hannfried Lucke, mun enda hátíðina með fágaðri flugeldasýningu. Hannfried Lucke Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – níunda vika að hefjast
„Síðustu átta vikur hafa verið hreint út sagt stórkostlegar fyrir okkur tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu. Innan veggja Hallgrímskirkju höfum við ítrekað upplifað flott samsettar efnisskrár, fallegan kórsöng og glæsilegan orgelleik (sem stundum hefur verið spunninn á staðnum af miklu listfengi). Gestir Alþjóðlegs orgelsumars í ár eru margir hverjir meðal þekktustu organista í Evrópu og mikill heiður Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju – áttunda vika hófst í gær
Schola cantorum sló aðsóknarmet sitt í sumar á tónleikunum síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir túlkaði organistinn Lára Bryndís Eggertsdóttir tónsmíðar Pierné og Smetana frábærlega og um nýafstaðna helgi heillaði franski orgelsnillingurinn Thierry Mechler áheyrendur upp úr skónum á báðum tónleikum sínum á Alþjóðlega orgelsumrinu. Í þessari viku er boðið upp á ferna tónleika í Hallgrímskirkju sem tónlistarunnendur Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – sjöunda vika að hefjast
Eftir fágaðan flutning Láru Bryndísar Eggertsdóttur á nýlegri íslenski orgeltónlist síðastliðinn fimmtudag og tvenna ótrúlega tónleika franska spunameistarans Thierrys Escaich um helgina heldur Alþjóðlega orgelsumarið í Hallgrímskirkju vonandi áfram að heilla hrifnæma tónleikagesti með fernum tónleikum í þessari viku. Thierry Mechler organisti Fílharmóníunnar í Köln og Lára Bryndís Miðvikudaginn 25. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – fimmta vika að hefjast
Eftir flotta orgeltónleika Kitty Kovács síðastliðinn fimmtudag og tvenna stórglæsilega tónleika Winfrieds Bönig organista Kölnardómkirkju um helgina heldur Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju áfram með fjórum spennandi tónleikum í þessari viku, Loreto Aramendi frá San Sebastian á Spáni og ný íslensk verk, þar á meðal einn frumflutningur: Miðvikudaginn 11. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og Lesa meira
Hinn margverðlaunaði Los Angeles Children’s Chorus gestur Alþjóðlegs orgelsumars í kvöld- Frumflytja verk eftir Daníel Bjarnason
Los Angeles Children’s Choir, sem hefur hlotið mikið lof fyrir einstakan „bel canto“ söng sinn er gestur Listvinafélags Hallgrímskirkju og Alþjóðlegs orgelsumars 2018 í kvöld kl. 20. Kórinn, sem kemur við hér á leið sinni í tónleikaferðalag til Noregs hefur fengið frábærar umsagnir meðal annars frá heimsþekktum tónlistarmönnum eins og Esa- Pekka Sallonen og Placido Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – þriðja vika að hefjast
Þriðja vika alþjóðlegs orgelsumars Hallgrímskirkju hefst á morgun. Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngur á öðrum kórtónleikum orgelsumarsins miðvikudaginn 27. júní kl. 12. Þar gefur að heyra verk eftir Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Mendelssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner og Händel í bland við íslensk þjóðlög. Tónleikagestum er boðið að þiggja kaffisopa að tónleikunum loknum, spjalla við söngvarana og kynnast starfi kórsins. Miðaverð 2.500 Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst laugardaginn 16. júní næstkomandi, en um er að ræða glæsilega tónlistarveislu með 40 spennandi tónleikum í sumar, þar sem hrífandi orgeltónar og vandaður kórsöngur fylla hvelfingar Hallgrímskirkju. Með fernum tónleikum á viku frá 16. júní til 19. ágúst 2018 gefst gestum Alþjóðlegs orgelsumars tækifæri til að hlýða á mjög fjölbreytta Lesa meira