Diljá óskaði eftir framlengdu veikindaleyfi en fékk uppsagnarbréf – „Þetta braut mig alveg í tvennt“
EyjanDiljá Ámundadóttir Zöega, sem sækir eftir því komast á framboðslista og þing fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum, segist vilja nái hún á þing meðal annars breyta ákvæðum um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna. Sjálf hafi hún reynt það á eigin skinni að vera sagt upp í veikindaleyfi. „Fyrir akkúrat einu ári síðan, í lok Lesa meira
Líkir Sjálfstæðisflokknum við götóttan og úr sér genginn sokk
FréttirGunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, segir að vandinn sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir þessi misserin sé mikill. Í færslu í Facebook-hópi Sósíalista segir hann að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sé nú að horfa fram á annan stóra klofninginn úr flokknum á hans. Nefnir hann brotthvarf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur yfir í Viðreisn á sínum tíma Lesa meira
Telur að Sjálfstæðisflokkurinn sé í vanda eftir helgina – Flokkurinn skammaður fyrir að hafa „brugðist“ hægri mönnum
Fréttir„Eftir þessa uppstillingu er Sjálfstæðisflokkurinn í töluverðum vanda og sá vandi gæti aukist, þegar framboðslistar í Reykjavík birtast,“ segir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður. Til nokkurra tíðinda dró hjá Sjálfstæðisflokknum um helgina og ljóst að talsverð endurnýjun verður í þingflokknum eftir kosningar. Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson og Jón Gunnarsson missa til dæmis allir þingsæti Lesa meira
Brynjar sorgmæddur en segist ekki ætla að skipta um flokk
FréttirBrynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, er sár og svekktur yfir því að Sigríður Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, hafi ákveðið að gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn fyrir komandi kosningar. Brynjar gerði þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær. „Margt merkilegt og áhugavert kom fram í Sprengisandi nú áðan. Fyrst sú sorgarfrétt að Sigríður Andersen ætlaði í framboð Lesa meira
Víðir Reynisson orðaður við oddvitasæti hjá Samfylkingunni
EyjanAlma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, leiða saman krafta sína á ný, ef marka má heimildir fréttastofu Vísis, en að þeirra sögn mun Víðir taka að sér oddvitasæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Alma hefur þegar tilkynnt framboð sitt hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi svo ef vel gengur enda tveir þriðju af þríeykinu fræga, sem Lesa meira
Uppstilling í öllum kjördæmum hjá Framsókn
EyjanFramsókn hefur ákveðið að ráðast í uppstillingu á listum sínum í öllum kjördæmum. Þessi ákvörðun var tekin að loknum kjördæmisþingum í dag. Í fréttatilkynningu segir: „Að loknum kjördæmisþingum Framsóknar í dag er ljóst að uppstilling verður viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum. Kjördæmisþing Framsóknar í Reykjavík hafði fyrr í vikunni Lesa meira
Fyrrum Sjálfstæðismaður býður fram krafta sína fyrir Samfylkinguna
EyjanHannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna, en hann studdi áður Sjálfstæðisflokk og sat í 14. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2013. Hannes segir í fréttatilkynningu: „Eftir allmargar áskoranir undanfarið ár hef ég tekið þá ákvörðun að bjóða fram krafta mína fyrir Samfylkinguna. Ég Lesa meira
Staðan í framboðsmálum flokkanna – Hörð barátta í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu
FréttirAlþingiskosningar verða haldnar eftir rúman mánuð, þann 30. nóvember, og því þurfa stjórnmálaflokkarnir að hafa hraðar hendur við að klastra saman framboðslistum í tæka tíð til að hægt sé að byrja kosningabaráttuna. DV leit yfir sviðið til þess að sjá hvernig landið liggur hjá hverjum flokki fyrir sig. 126 nöfn fyrir 31. október Framboðin þurfa Lesa meira
Guðmundur Árni hættir við framboð vegna heilsufarsástæðna – Styður Ölmu til forystu
EyjanGuðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er hættur við að sækjast eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Þessa ákvörðun hefur hann tekið vegna tímabundinna heilsufarsástæðna. Guðmundur greinir frá þessu á Facebook þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Ölmu Möller, landlækni, til forystu í kjördæminu. „Vegna tímabundinna heilsufarsástæðna og að læknisráði hef ég tekið þá ákvörðun Lesa meira
Snorri Másson sækist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík – „Mér hefur liðið skringilega að undanförnu“
EyjanFjölmiðlamaðurinn Snorri Másson ætlar að sækjast eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi kosningum. Frá þessu greinir Snorri á miðli sínu, ritstjori.is. „Mér hefur liðið skringilega að undanförnu,“ skrifar Snorri og rekur að hann hafi í starfi sínu sem blaðamaður öðlast skýra sýn á samfélagsmál og stjórnmál. Þetta hafi hann ekki farið í Lesa meira