Lenya Rún og Björn Leví leiða í Reykjavík
EyjanLenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavík. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu því leiða hvor sitt kjördæmið. Úrslit úr prófkjöri Pírata voru tilkynnt síðdegis. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hlaut þriðja sæti og Andrés Ingi Jónsson það fjórða. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem Lesa meira
Orðið á götunni: Slagur hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi – Samherjatengsl nefnd til sögunnar
EyjanOrðið á götunni er að valdabarátta að tjaldabaki hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi stigmagnist. Þar sækist Tómas Ellert Tómasson, vinsæll byggingarverkfræðingur, eftir oddvitasæti er sagður mæta harðri andstöðu frá fylgismönnum Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmanni Miðflokksins. Orðið á götunni er að slagurinn standi um það hvort flokkurinn muni fara aftur til fortíðar Lesa meira
Össur les yfir Ingu Sæland eftir brotthvarf Jakobs og Tómasar – Með ólíkindum að svona gerist á Íslandi á þriðja áratugi 21. aldarinnar
FréttirÖssur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og ritstjóri, segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert sig seka um valdníðslu. Össur skrifar færslu á Facebook um brotthvarf Jakobs Frímanns Magnússonar og Tómasar Tómassonar af framboðslistum flokksins, en þessir tveir þingmenn verða ekki í framboði í kosningunum sem fram undan eru í nóvember. Það hefur komið ýmsum á Lesa meira
Sigurjón tekur sæti Jakobs Frímanns á lista Flokks fólksins
EyjanSigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Í gær var greint frá því að Jakob Frímann Magnússon hefði misst oddvitasæti sitt í kjördæminu. Frá þessu er greint í Vikublaðinu. Sigurjón Þórðarson sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn árin 2003 til 2007, en þá í Norðvesturkjördæmi, en Sigurjón er Skagfirðingur. Sigurjón hefur verið Lesa meira
Ragnar Þór kallaður lygari og hræsnari: „Þetta er veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína fyrir samfélagið okkar“
Fréttir„Þetta er veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýr liðsmaður Flokks fólksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar skrifar hann um þá hörðu gagnrýni sem þeir sem vilja gera samfélaginu gagn fá oft á tíðum yfir sig. „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, Lesa meira
Grímur Grímsson íhugar framboð fyrir Viðreisn
EyjanGrímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu liggur nú undir feldi og íhugar að taka sæti á lista hjá Viðreisn. RÚV greinir frá þessu. Að sögn Gríms mun hann taka ákvörðun síðar í dag. Hann hafi rætt málið við yfirmenn sína hjá lögreglunni. Um er að ræða hugsanlegt framboð í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Mikil ásókn er að Lesa meira
Elva lætur Ragnar Þór finna fyrir því: „Hræsnin á sér engin takmörk“
FréttirElva Hrönn Hjartardóttir, sem bauð sig fram til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni í fyrra, gagnrýnir hann harðlega fyrir að ætla í framboð fyrir Flokk fólksins í þingkosningunum sem eru fram undan. „Formaður VR mun skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim Lesa meira
Bubbi ekki sáttur: „Að Inga Sæland hendi honum út er óskiljanlegt“
FréttirTónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki sáttur við þá ákvörðun forsvarsmanna Flokks fólksins að skipta Jakobi Frímanni Magnússyni þingmanni út fyrir komandi þingkosningar. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að Jakob, sem var oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, yrði ekki áfram oddviti. Frekari breytingar eru fyrirhugaðar í Flokki fólksins því Tómas Tómasson, oft kenndur við Búlluna, Lesa meira
Arna Lára vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
EyjanArna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, gefur kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þessu greinir Arna Lára frá á samfélagsmiðlum í dag. „Ég hef verið lengi virk í Samfylkingu og verið hluti af forystu flokksins síðustu ár. Saman höfum við breytt Samfylkingunni og fært hana nær fólkinu í landinu. Lesa meira
Ragnar Þór inn en Tómas út hjá Flokki fólksins
FréttirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun verða oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Tómas Tómasson er á leiðinni af þingi. Þetta kemur fram hjá Vísi síðdegis í dag. Ragnar segir að framboðið hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR. Hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Tómas, sem er 75 ára gamall, hafði Lesa meira