fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Alþingiskosningar 2024

Willum Þór leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Willum Þór leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Eyjan
26.10.2024

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðvesturkjördæmi (KFSV) hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins í Bæjarlind í Kópavogi sem haldið var í dag. Listinn samanstendur af reynslumiklu fólki sem býr og starfar um allt kjördæmið.  Í fyrsta sæti er Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Kópavogi.  Í öðru sæti er Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður, Hafnarfirði.  Í Lesa meira

Kristrún leiðir Samfylkinguna í Reykjavík norður – „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“

Kristrún leiðir Samfylkinguna í Reykjavík norður – „Við ætlum að hrista upp í kerfinu“

Eyjan
26.10.2024

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 voru samþykktir á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Kristrún Frostadóttir þingmaður og formaður flokksins leiðir listann í Reykjavík norður. Dagur B. Eggertsson, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Þórður Snær Júlíusson blaðamaður og Lesa meira

Alma leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum

Alma leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum

Eyjan
26.10.2024

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í hádegi. Fundurinn var haldinn í Hafnarfirði. Alma Möller, landslæknir, leiðir listann í Kraganum. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, og í fjórða sæti skipar Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Lesa meira

Orðið á götunni: Dýrkeypt mistök Samfylkingarinnar

Orðið á götunni: Dýrkeypt mistök Samfylkingarinnar

Eyjan
26.10.2024

Orðið á götunni er að það hafi verið mikil mistök hjá Samfylkingunni að stilla sósíalistanum Þórði Snæ Júlíussyni upp í þriðja sæti á lista í Reykjavík. Það gæti leitt til þess að flokkurinn næði einungis tveimur þingmönnum þar. Samfylkingin hefur verið á flugi í skoðanakönnunum en mistök í uppstillingum lista gætu orðið dýrkeypt. Orðið á Lesa meira

Gunnar Smári segir atkvæðaþröskuldinn í alþingiskosningum of háan

Gunnar Smári segir atkvæðaþröskuldinn í alþingiskosningum of háan

Eyjan
25.10.2024

Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og einn af forvígismönnum Sósíalistaflokksins fjallar um það hlutfall atkvæða sem flokkar á Íslandi þurfa til að komast inn á þing í nýrri Facebook-færslu. Hann telur bersýnilega þann þröskuld vera of háann og segir að gömlu flokkarnir hafi sett þessi ákvæði í lög til að verjast nýjum flokkum. Gunnar Smári segir Lesa meira

Segir að Bjarni hafi óttast að Jón myndi gera eins og Sigríður Andersen

Segir að Bjarni hafi óttast að Jón myndi gera eins og Sigríður Andersen

Eyjan
25.10.2024

Sigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og fréttastjóri, segir að Valhöll hafi óttast að Jón Gunnarsson myndi fara sömu leið og Sigríður Á. Andersen og skipta um flokk. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Jón muni skipa 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og um leið verður hann sérstakur fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Sigurjón gerir þetta að umtalsefni Lesa meira

Arna Lára leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Eyjan
24.10.2024

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Lesa meira

Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Eyjan
24.10.2024

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir listann í Suðurkjördæmi. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og söngvari. Fjórða sæti skipar svo Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi. Heiðurssætin skipa Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar Lesa meira

Hanna Kata og Obba leiða lista Viðreisnar í Reykjavík

Hanna Kata og Obba leiða lista Viðreisnar í Reykjavík

Eyjan
24.10.2024

Framboðslistar Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á fundi svæðisráðs flokksins í kvöld, 24. október. Hanna Katrín leiðir í Reykjavík norður Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, Lesa meira

Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi

Guðbrandur leiðir Viðreisn í Suðurkjördæmi

Eyjan
24.10.2024

Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 24. október. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar.  Guðbrandur segist Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af