Leggur fram fyrirspurn á Alþingi sem hægt er að svara með hjálp Google
EyjanAndrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í nokkrum liðum um HIV-smit á Íslandi. Einfalt er þó að svara fyrsta lið spurningarinnar með hjálp leitarvélarinnar góðkunnu Google. Önnur atriði sem Andrés spyr um eru aðgengileg á heimasíðu HIV-Ísland. Andrés óskar eftir því að fá svör, í skriflegu formi, við því Lesa meira
Eyjólfur segist víst hafa mátt taka myndir af manninum sem setti Alþingi í uppnám
EyjanEyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, nýtti dagskrárliðinn fundarstjórn forseta á þingfundi í dag til að bera af sér ásakanir um að hann hefði brotið reglur Alþingis, um að myndatökur í þingsalnum séu óheimilar, með því að taka myndir af manni sem truflaði þingfund í gær með því að hrópa að þingmönnum og klifra yfir handrið Lesa meira
Segir viss atriði í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi geta valdið börnum vanlíðan
FréttirÁ Alþingi er nú til meðferðar frumvarp til laga um mannanöfn. Flutningsmenn eru fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar og hluti þingflokks Pírata. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu, sem lagt hefur verið fram á þremur þingum en hefur tekið breytingum eftir umsagnarferli, er markmið þess meðal annars að tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða Lesa meira
Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum
EyjanÍ umræðum um störf þingsins á þingfundi í gær gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir að hafa með öllu brugðist í útlendingamálum og bíta svo höfuðið af skömminni með því að kenna Samfylkingunni um sitt eigið klúður. Benti hann á að það hefðu verið sjálfstæðismenn sem sent hefðu skilaboð úr dómsmálaráðuneytinu til Lesa meira
Orðið á götunni: Fjölmiðlamenn langar á þing en byr ræður för
EyjanOrðið á götunni er að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Þórður Snær Júlíusson á Heimildinni telji sig eiga erindi á Alþingi og líti svo á að tækifæri gefist fyrir þá í komandi kosningum, hvort sem kosið verður á þessu ári eða ekki fyrr en 2025. Vaxandi líkur eru taldar á að kosið verði snemma á komandi Lesa meira
Jöfnun atkvæðisréttar er mannréttindamál – hvað dvelur Orminn langa?
EyjanMannréttindi eru fótum troðin á Íslandi. Hér á landi er við lýði kosningakerfi sem leyfir að vægi atkvæða í einu kjördæmi geti orðið allt að tvöfalt á við vægið í öðru. Það er pólitísk ákvörðun að hafa þetta svona Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir í 21. gr.: „Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Lesa meira
Björn Jón skrifar: Hömlulaust bruðl
EyjanFastir pennarÁ dögunum bárust af því fregnir að fyrirhuguð brú yfir Fossvog eigi að kosta nærri níu milljarða króna en hún er aðeins 270 metra löng. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, benti á það á fésbókinni í fyrradag að þetta jafngilti 32,5 milljónum á lengdarmetrann. Til samanburðar hefði lengdarmetrinn kostað 2,2 milljónir króna í nýjum Dýrafjarðargöngum. Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Vandlátir þingmenn
EyjanFastir pennarÞingmenn hafa um árabil kvartað hástöfum yfir lélegri vinnuaðstöðu, launum og virðingarleysi Alþingis. Stór stuðlabergshöll var í kjölfarið reist í Vonarstræti steinsnar frá Alþingishúsinu og fékk nafnið Smiðjan. Kostnaður hljóp á einhverjum milljörðum eins og jafnan þegar ríkissjóður borgar brúsann. Kotrosknir þingmenn fluttu inn í húsið og þjóðin hélt að allir væru nú loksins glaðir. Lesa meira
Ekkert útvarpsgjald, enginn afsláttur af auglýsingum og hámarkstími auglýsinga 5 mínútur á klukkutíma
FréttirÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar á næstu dögum að leggja fram frumvarp um breytingum á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Markmiðið segir hann vera að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla gagnvart ríkisreknu fjölmiðlafyrirtæki og alþjóðlegum risum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir hann að lagt verði til að rekstrarformi Ríkisútvarpsins verði breytt í ríkisstofnun Lesa meira
Tommi vill að þingmenn tali minna og geri meira
EyjanTómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins leggur áherslu á það í aðsendri grein á Vísi að alþingismenn láti fremur verkin tala en að tala endalaust um það sem gera þurfi. Tómas fer í upphafi greinarinnar stuttlega yfir langan feril sinn í rekstri fyrirtækja. Af því segist hann hafa lært að ganga í nauðsynleg verk af Lesa meira