Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“
EyjanAlþingi er að störfum og á dagskrá þingsins í dag er á um þriðja tug mála. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun á umræðum um fundarstjórn forseta þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu harðorðar athugasemdir við skort á samráði um dagskrá þingsins en ætlunin er að í dag verði síðasti þingfundur fyrir sumarleyfi. Einna heitast Lesa meira
Steinunn Ólína lætur allt flakka: „Þið eruð ungum konum glataðar fyrirmyndir“
FréttirSteinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi sjaldan verið furðulegra en einmitt nú. Steinunn skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún lætur ýmislegt flakka. „Alþingi Íslendinga, eða hvað á að kalla þetta hysteríska heimilishald við Austurvöll sem kemur engu í verk, er í upplausn. Það sjá landsmenn allir þótt RÚV Lesa meira
Umboðsmaður barna segir ákvæði í útlendingafrumvarpinu ekki samræmast Barnasáttmálanum
FréttirSalvör Nordal umboðsmaður barna hefur sent frá sér umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga sem nú er til meðferðar á Alþingi. Umsögnin varðar ákvæði frumvarpsins um fjölskyldusameiningu en Salvör segir þau ekki samræmast Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi. Salvör vísar í umsögninni til ákvæða frumvarpsins um að Lesa meira
Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Dómstólarnir víkja stjórnarskránni til hliðar og þjóna valdinu – þingið illa mannað
EyjanÍslenskir dómstólar víkja stjórnarskrárákvæðum til hliðar og þjóna valdinu og pólitíkin og embættismannakerfið þjóna sjálfum sér en ekki þjóðinni. Arnar Þór Jónsson segir Alþingi Íslendinga illa mannað; nafnlausir þingmenn þrammi á sinni flokkslínu og hugsi um eign hag en ekki þjóðarinnar. Arnar Þór er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn Lesa meira
Briddsspilarar vilja fá sömu meðferð og skákmenn
FréttirBriddssamband Íslands hefur sent frá sér umsögn um frumvarp til laga um skák sem nú er til meðferðar á Alþingi. Í umsögninni er óskað eftir að því að ríkið veiti bridds sömu meðferð og frumvarpið kveður á um að skákin muni hljóta. Einkum hvað varðar möguleika á að sækja um í afrekssjóð. Í umsögninni segir Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
EyjanFastir pennarVald Seðlabankans er ekki náttúrulögmál og kemur heldur ekki frá Guði. Sjálfstæði bankans er ákveðið í lögum frá Alþingi. Verðbólgumarkmiðið er svo ákveðið af forsætisráðherra. Með öðrum orðum: Svo lengi sem ákvarðanir seðlabankastjóra og peningastefnunefndar eru í samræmi við valdheimildir er bankinn ekki að gera neitt annað en það sem ríkisstjórn og Alþingi hafa falið Lesa meira
Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“
Fréttir„Vanvirðingin sem þessi ríkisstjórn sýnir öryrkjum er hömlulaus,“ segir Svanberg Hreinsson, varaþingmaður Flokks fólksins, í aðsendri grein á vef Vísis. Svanberg, sem sjálfur er öryrki, segir að fólk í hans stöðu hafi lengi óttast það að sitjandi ríkisstjórn framkvæmi hótanir sínar um að innleiða starfsgetumat. „Nú liggur fyrir að félags- og vinnumarkaðsráðherra, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Lesa meira
Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
EyjanÍ umræðum um störf þingsins í dag gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa ekki gengið í að breyta úreltu regluverki um innheimtu smálána. Sagði hann Ísland vera kjörlendi fyrir smálánafyrirtæki sem gerði „hákarlafyrirtækjum“ kleift að notfæra sér neyð fólks og græða á þeirri stöðu að fleiri og fleiri heimili hafi Lesa meira
Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
EyjanInga Sæland formaður Flokks fólksins hefur lagt fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Í ræðu á Alþingi í dag hvatti Inga til þess að sem flest mæti á þingpalla þegar hún mælir fyrir tillögunni. Inga nýtti tækifærið undir dagskrárliðnum störf þingsins og ræddi um hversu lítið henni þykir til ríkisstjórnarinnar koma og hversu bágt ástand mála sé Lesa meira
Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
FréttirÁ vef Alþingis hefur verið birt svar Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hversu mörg tilfelli kynsjúkdóma greindust hér á landi árin 2o2o-2023. Svarið er sundurliðað eftir árum, aldri smitaðra og tegund kynsjúkdóma. Alls greindust 11.533 kynsjúkdómatilfelli á þessu tímabili. Nokkuð áberandi er að algengasti kynsjúkdómurinn er klamydía og Lesa meira