Sigmundur segir orkupakkastríðið ekki tapað: „Þá væri það fyrst að byrja fyrir alvöru“
EyjanFormaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig þekktur sem David Gunnlaugsson, segir að þó svo að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi í dag, líkt og yfirgnæfandi líkur eru á, sé málið alls ekki búið: „Telji menn að með því að samþykkja orkupakkann í dag sé málið frá er það mikill misskilningur. Þá væri það fyrst Lesa meira
Helgi bauð Rögnu velkomna er hann kvaddi Alþingi: „Maðurinn er stofnun í sjálfu sér“
EyjanHelgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, lýkur störfum nú um mánaðamótin og kvaddi starfsfólk þingsins í Skála Alþingis í dag við hátíðlega athöfn. Hann afhenti Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra 1. september, lyklana að húsakynnum þingsins. Helgi var ausinn lofi í athöfninni, og Þorsteinn Magnússon, varaskrifstofustjóri, sagði í gamansömum tón að Helgi væri nú enginn Lesa meira
Illugi um besta mötuneytismatinn: „Hvaða fáránlega rugl er það?“ – Sjáðu undirtektirnar frá „silkihúfunum“
EyjanIllugi Jökulsson, blaðamaður og rithöfundur, baunar á „silkihúfurnar“ hjá hinu opinbera þegar kemur að mötuneytismatnum og tengir við umræðuna um matinn sem skólabörn fá á diskinn sinn, en mikil umræða hefur átt sér stað varðandi hvort minnka eigi kjötframboð og auka grænkerafæði í mötuneytum sveitarfélaga. Illugi segir: „Hvaða hópar hafa mesta þörf fyrir góðan, fjölbreyttan, Lesa meira
Klaustursmálið gæti klárast á fundi forsætisnefndar í dag
EyjanForsætisnefnd Alþingis fundar klukkan 15 í dag um Klaustursmálið. Til umfjöllunar verða athugasemdir Klaustursþingmanna við niðurstöðu siðanefndar Alþingis, sem komst að því að samtal þingmannanna gæti ekki talist einkasamtal og félli því undir siðareglur þingmanna, þar sem þingmenn teldust gegna trúnaðarstöðu í íslensku samfélagi. Birtist álitið fyrir mistök á vef Alþingis og varð því almenn Lesa meira
Helgi Hrafn býður konunni sinni stundum í heimsókn á Alþingi: „Vonandi hneykslar þetta nú engan“
EyjanViðbrögðin við staðfestingu forsætisnefndar á áliti siðanefndar Alþingis um siðareglubrot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, eru mörg og misjöfn, en flest halla þau í áttina að fordæmingu á vinnubrögðum forsætisnefndar í málinu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir í færslu á Facebook í dag að hann treysti ekki forsætisnefnd til að veita leiðsögn í siðareglumálum, Lesa meira
Þessir töluðu mest á Alþingi
EyjanÞingfundum 149. löggjafarþings var frestað þann 20. júní síðastliðinn. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018 og frá 21. janúar til 20. júní. Þingfundir voru samtals 129 og stóðu í rúmar 865 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 42 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta Lesa meira
Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna
EyjanRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var í dag ráðin skrifstofustjóri Alþingis. Ragna tekur við embættinu 1. september nk., en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Helgi Bernódusson, af embætti. Ragna er fyrsta konan til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis, samkvæmt tilkynningu frá Alþingi. Ragna var valin úr hópi 12 umsækjenda. Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í Lesa meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
EyjanLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að atburðarrásin í gær á Alþingi hafi verið líkt og í Chaplin mynd þegar þingflokkarnir gerðu árangurslausar tilraunir til að ná samkomulagi um þinglok. „Í gær náðu sjö flokkar samkomulagi um framgang mála á Alþingi og þá var einungis eftir að semja við Miðflokkinn. Það var viðbúið að það yrði Lesa meira
Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
EyjanLíkt og greint var frá í gærkvöldi var búið að nást samkomulag um þinglok við fjóra af fimm stjórnarandstöðuflokkum Alþingis í gær. Voru samningaviðræðurnar sagðar stranda á Miðflokknum. Vísir greindi síðan frá því í gærkvöldi að það væri Katrín Jakobsdóttir sem hefði slitið viðræðum við Miðflokkinn fyrr um daginn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Lesa meira
Orkupakkaumræðum frestað – Málþóf Miðflokksins skilaði árangri, tímabundið
EyjanBúið er að fresta umræðum um þriðja orkupakkann á Alþingi svo hægt sé að taka önnur mál fyrir. Þetta var niðurstaða fundar forystumanna flokkanna í gær: „Menn voru aðeins í samskiptum í gærkvöldi og í morgun. Menn sáu ástæðu til að funda, forystumenn flokkanna. Ég kallaði þar afleiðandi í formenn þingflokkanna og gerði þeim grein Lesa meira