Álfrún Helga og dóttir hennar leika aðalhlutverk í bandarískri jólaauglýsingu
Fókus19.11.2018
Mæðgurnar, leikkonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir, og dóttir hennar og Friðriks Friðrikssonar, leikara og framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, leika aðalhlutverk í nýlegri auglýsingu bandarísku föndurbúðarinnar Hobby Lobby. Í auglýsingunni, sem er tekin upp hér á landi, auglýsir verslunin 50% jólaafslátt á hugljúfan hátt. Það er hins vegar enginn afsláttur á að auglýsingin er falleg og hugljúf.