Banaði eiginkonu sinni á Akureyri – Nafnleynd á öllum stigum máls gagnrýnd harðlega
FréttirKarlmaðurinn sem hlaut 12 ára dóm fyrir brot í nánu sambandi og stórfellda líkamsárás með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra þann 9. desember síðastliðinn heitir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson og er 63 ára. Þorsteinn hefur notið nafnleyndar hingað til og nýtur nafnleyndar í dómnum sem birtur var 11. desember. Eiginkona hans, Jakobína Lind Ævarr Jónsdóttir, var fimmtug. Lesa meira
Foreldrar í Síðuhverfi funda vegna drengs sem hótaði börnum með hnífi – „Barnavernd er algjörlega að bregðast“
FréttirForeldrar barna í Síðuskóla á Akureyri funduðu í dag vegna hnífaógnar drengs í hverfinu. Drengurinn ógnaði yngri börnum við Síðuskóla í gærkvöldi og hlupu börnin lafhrædd heim. „Það er áfall fyrir börnin okkar að lenda í þessu. Þau koma heim og eru særð, eru skítlogandi hrædd,“ segir móðir nokkurra barna í skólanum. Viðvarandi vandamál Segir Lesa meira
Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
EyjanBæjarráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að lækka gjaldskrárhækkanir niður í 3,5 prósent eins og lofað hafði verið í vor. Breytingin tekur gildi 1. september. DV greindi frá því á miðvikudag að ólga væri á Akureyri vegna þess að boðaðar hækkanir hefðu ekki gengið eftir. Rætt var við bæði formann verkalýðsfélagsins Einingar-iðju og fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn Lesa meira
Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“
EyjanFormaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju og oddvitar flokka í minnihluta bæjarstjórnar Akureyrar gagnrýna meirihlutann harkalega fyrir að hafa ekki lækkað gjaldskrár eins og lofað var í vor. Miklar hækkanir tóku gildi um áramót en formaður bæjarráðs segir að lækkanir verði brátt gerðar. „Þetta bitnar á því fólki sem lægst hafa launin,“ segir Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sem er stærsta Lesa meira
Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi
FréttirNokkrir hundar hafa komið í hitasjokki á Dýraspítalann í Lögmannshlíð á Akureyri undanfarna daga. Einn þeirra var nærri dauða en lífi. Hundum getur stafað mikil hætta af ofhitnun og mikilvægt er að hundaeigendur séu á varðbergi þegar heitt er í veðri. Einnig að þeir þekki einkennin þegar hundur hitnar mikið. „Hundar kæla sig eingöngu niður Lesa meira
Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara
FréttirMál karlmanns sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í íbúð þeirra á Kjarnagötu á Akureyri í lok apríl er komið á borð héraðssaksóknara. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara staðfestir það við fréttastofu Vísis. Hún vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti þar sem ekki sé búið að Lesa meira
Ótrúlegar myndir frá Akureyri – „Þetta er viðbjóður“
Fréttir„Þetta er viðbjóður, það er kominn 5. júní en ekki 5. janúar,“ sagði ungur Akureyringur í samtali við DV í morgun. Afar óvenjulegt veður hefur verið á landinu síðustu daga og vöknuðu íbúar á Akureyri upp við snjókomu og alhvíta jörð í morgun – þann 5. júní! Appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða vegna fram Lesa meira
Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
FréttirHéraðsdómur Norðulands eystra úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri í vikulangt gæsluvarðhalds vegna gruns um aðild að andláti konu í íbúð í fjölbýlishúsi í Naustahverfi á Akureyri. RÚV greindi frá. Hin látna er um fimmtugt og var sambýliskona hins grunaða. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir grun leika á því að andlát konunnar hafi borið að Lesa meira
Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir„Ég varð ekki vör við nokkurn skapaðan hlut,“ segir kona sem býr í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfi á Akureyri. Þar lést kona í nótt og sambýlismaður hennar er í haldi lögreglu þar sem grunur leikur á að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti. Sjá einnig: Grunur um manndráp á Akureyri Um er Lesa meira
Grunur um manndráp á Akureyri
FréttirLögreglan á Norðurlandi eystra var kölluð að fjölbýlishúsi á Akureyri klukkan hálf fimm í morgun. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur Lesa meira