Sakar nágranna sinn um óleyfilegt sauðfjárhald – Óttast tjón vegna óþefs
FréttirÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru eiganda hesthúss á Akranesi. Sagði eigandinn að nágranni hans, eigandi annars hesthúss, hefði í óleyfi haldið sauðfé. Vildi hinn ósátti eigandi meina að hann yrði fyrir ýmsum óþægindum af völdum sauðfjárhalds nágrannans og þar að auki gæti vond lykt frá fénu valdið honum fjárhagstjóni. Eigandinn ósátti sneri Lesa meira
Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“
FréttirMaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Vesturlands fyrir að hafa kveikt í barnum Útgerðin á Akranesi á gamlársdag 2023. Þarf maðurinn að greiða samtals um 42,9 milljónir króna í skaðabætur auka vaxta og dráttarvaxta. Aðstandendur barsins tóku málinu með þó nokkru æðruleysi þegar það kom upp og lögðu áherslu á að ekki ætti að fordæma Lesa meira
María gleymir aldrei góðverki Skagamanna: „Fyrstu góðu minningarnar eftir hörmulegan vetur“
FréttirAkranes á sérstakan stað í hjarta Maríu Rutar Kristinsdóttur, oddvita Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. María ólst upp á Flateyri og var sex ára gömul þegar hið skelfilega snjóflóð féll þann 26. október 1995. Í aðsendri grein á vef Vísis rifjar hún upp þegar Skagamenn glöddu hjarta hennar og annarra ungra barna frá Flateyri sumarið eftir hinn Lesa meira
Steinunn Ólína skrifar: Í dag erum við öll Akurnesingar
EyjanFastir pennarÉg deili með vini mínum Ástþóri Magnússyni, sem ég var svo lánsöm að kynnast í forsetakosningunum, að vera með þeim ósköpum gerð að upplifa einstaka sinnum að fá sýnir í björtu, allsgáð og í engri leit að andlegri uppljómun. Yfirleitt gerist þetta við algerlega hversdagsleg störf, eins og að vaska upp eða versla í matinn. Lesa meira
Mágurinn mátti þola hávaða úr hreinsibúnaði þar sem hann lá á slysadeildinni
FréttirEinstaklingur kærði vinnubrögð embættis landlæknis og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann mág sinn búa við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsinu á Akranesi í ljósi þess að hreinsibúnaður gaf frá sér hávaða í herberginu hans. Málið var kært til ráðuneytisins þann 4. desember síðastliðinn og úrskurðað var í því þann 28. febrúar. Var kærunni vísað frá. Lesa meira
Akraneskaupstaður fimmfaldaði verðmiðann í heita sundlaug – „Þetta er ekki gert af mannvonsku“
FréttirAkraneskaupstaður fimmfaldaði verðmiðann í sundlaugina Guðlaugu um áramótin. Stakur miði fyrir 18 ára og eldri kostar nú 2.500 krónur en kostaði 500 krónur fyrir áramót. Þá hækkar verðmiðinn fyrir eldri borgara úr 200 krónum í 1.250. Áfram verður þó ókeypis fyrir börn í laugina. Guðlaug er ekki hefðbundin íslensk sundlaug heldur heit laug á þremur Lesa meira
Hélt hnífi upp að hálsi pilts við grunnskólann á Borgarnesi og sparkaði í klof lögreglumanns
FréttirTveir ungir piltar hafa verið ákærðir fyrir ofbeldi og hnífaárásir á Akranesi og Borgarnesi. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa haldið hnífi upp að hálsi pilts við grunnskólann á Borgarnesi. RÚV sagði fyrst frá. Aldur piltanna er ekki uppgefinn í ákæru en sumir gerenda og brotaþola eru undir 18 ára aldri. Í ákærunni eru Lesa meira