fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Afganistan

Rússar sagðir reyna að fá afganska hermenn til liðs við sig

Rússar sagðir reyna að fá afganska hermenn til liðs við sig

Fréttir
27.10.2022

Eftir því sem Foreign Policy segir þá eru Rússar að reyna að fá afganska hermenn til liðs við sig til að berjast í Úkraínu. Um sérsveitarmenn er að ræða sem fengu þjálfun hjá bandarískum og breskum hermönnum. Á milli 20.000 og 30.000 afganskir sérsveitarmenn komust ekki frá Afganistan þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið á síðasta ári.

Bandaríkjamenn drápu leiðtoga al-Kaída í djarfri aðgerð í Kabúl

Bandaríkjamenn drápu leiðtoga al-Kaída í djarfri aðgerð í Kabúl

Pressan
02.08.2022

Það hefur verið sagt um Ayman al-Zawahiri, sem var leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Kaída þar til um helgina, að hann væri með níu líf eins og köttur. Hann var sagður svo snjall að hann gæti leikið á hvaða leyniþjónustu sem er. En hann virðist hafa verið búin með lífin níu og snilld hans dugði ekki til að forða honum frá Lesa meira

Óvænt þróun í baráttunni gegn lömunarveiki

Óvænt þróun í baráttunni gegn lömunarveiki

Pressan
28.12.2021

Í maí 2020 sendi Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, frá sér fréttatilkynningu þar sem dapurleg mynd var dregin upp af baráttunni gegn lömunarveiki. Heimsfaraldur kórónuveirunnar var nýskollinn á og óttast var að baráttan gegn lömunarveiki myndi falla í skuggann af honum. „COVID-19 getur haft í för með sér að 2,4 milljónir barna deyi af völdum mislinga og lömunarveiki,“ sagði í fréttatilkynningunni. Lesa meira

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum

Pressan
24.11.2021

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjáum landsmanna. Ef þær birtast á skjánum eiga þær að vera með hijab. Þetta kemur fram í nýjum trúarlegum leiðbeiningum sem þessi nýju valdhafar í Afganistan hafa sent frá sér. Þeir hvetja sjónvarpsstöðvar í landinu til að hætta að sýna þætti og kvikmyndir sem skarta konum í einhverjum hlutverkum. Þetta kemur fram í Lesa meira

Hermenn þjálfaðir af Bandaríkjunum sjá tækifæri í röðum Íslamska ríkisins

Hermenn þjálfaðir af Bandaríkjunum sjá tækifæri í röðum Íslamska ríkisins

Eyjan
13.11.2021

Talibanar eiga nú í höggi við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið í Afganistan en síðarnefndu samtökunum virðist ganga vel að lokka fyrrum liðsmenn afganska hersins til liðs við sig. Þeir hafa margir hverjir hlotið þjálfun hjá bandarískum hermönnum og eru nú að leita sér að nýrri vinnu eftir að stjórnarherinn beið lægri hlut fyrir Talibönum. Talibanar hafa Lesa meira

Búast við sextíu Afgönum til landsins á næstunni

Búast við sextíu Afgönum til landsins á næstunni

Fréttir
29.10.2021

Samningur hefur verið gerður á milli Félagsmálaráðuneytisins og Rauða krossins um að Rauði krossinn muni aðstoða þá Afgani, sem búa hér á landi, við að fá fjölskyldu sína til landsins. Ráðuneytið mun fjármagna stöðugildi þeirra sem munu aðstoða við útfyllingu umsókna um fjölskyldusameininga en það er talsvert flókið ferli. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Lesa meira

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna

Talibanar verðlauna fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna

Pressan
22.10.2021

Á mánudaginn fengu afganskar fjölskyldur, sem sjálfsmorðssprengjumenn létu eftir sig, peningagreiðslur frá Talibönum. Fjölskyldur sjálfsmorðssprengjumanna eiga einnig von á að fá landskika. Skilyrði er að árásirnar hafi beinst gegn afgönskum stjórnarhermönnum eða hermönnum frá Vesturlöndum. Sirajuddin Haqqani, innanríkisráðherra í stjórn Talibana, hét þessu á fundi með nokkrum tugum ættingja sjálfsmorðssprengjumanna sem var haldinn á Intercontinental hótelinu í Kabúl á mánudaginn. Haqqani hrósaði Lesa meira

Talibanar hafa ekki borgað rafmagnsreikninginn – Rafmagnsleysi vofir yfir Afganistan

Talibanar hafa ekki borgað rafmagnsreikninginn – Rafmagnsleysi vofir yfir Afganistan

Pressan
12.10.2021

Afganar fá 78% af raforku sinni frá nágrannaríkjunum. Nú hóta þau ríki að loka fyrir raforkuna til landsins því Talibanar hafa ekki greitt rafmagnsreikningana síðan þeir tóku völd í landinu. Þeir hafa beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að greiða reikningana sem eru upp á sem svarar til um 8 milljarða íslenskra króna. Talibanar hafa Lesa meira

Loka þarf sjúkrahúsum í Afganistan vegna fjárskorts

Loka þarf sjúkrahúsum í Afganistan vegna fjárskorts

Pressan
11.10.2021

Samtökin Læknar án landamæra segja að það stefni í heilbrigðishörmungar í Afganistan. Hið opinbera heilbrigðiskerfi landsins er hrunið og landið stefnir hraðbyri í átt að miklum hörmungum á heilbrigðissviðinu segja samtökin. Eftir að Talibanar tóku völdin í landinu hafa erlend ríki hætt að veita fé til landsins og því eru sjúkrahúsi í landinu mörg hver Lesa meira

Segja Talibana hafa myrt 13 Hazara

Segja Talibana hafa myrt 13 Hazara

Pressan
05.10.2021

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Talibanar hafi myrt 13 manns af ætt Hazara í Afganistan eftir að þeir tóku völdin í landinu. Þetta gerðist 30. ágúst í bænum Kahor í Khidir-héraðinu. Amnesty hefur ný gögn undir höndum sem sanna þetta að sögn samtakanna. 11 hinna myrtu voru fyrrum liðsmenn afganskra öryggissveita. 9 þeirra voru drepnir með beinni aftöku að því er segir í fréttatilkynningu frá Amnesty. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af