Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur
EyjanÞorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sendir sínum gamla flokki tóninn í nýjasta pistli sínum af kögunarhóli á Eyjunni. Hann fjallar um nýjustu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD um samkeppnishæfni þjóð. Þar kemur fram að Ísland stendur langt að baki annarra Norðurlanda hvað samkeppnishæfni varðar. Þorsteinn rýnir líka í niðurstöðurnar og skoðar hvort úr þeim Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: V og D á svissneskum vogarskálum
EyjanFastir pennarFélagshyggja er ímynd VG og markaðsbúskapur er ímynd Sjálfstæðisflokks. Nú tala þingmenn beggja á þann veg að langt samstarfi við hinn flokkinn hafi veikt málefnalegan trúverðugleika þeirra. Í síðustu viku birti Viðskiptaráð árlega skýrslu um samkeppnishæfni þjóða, sem unnin er af svissneska viðskiptaháskólanum IMD. Háskólinn byggir mat sitt bæði á efnahagslegum og félagslegum mælikvörðum. Þetta Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Lítil auðnubót fyrir stofnanir lýðræðisins
EyjanFastir pennarÍ byrjun vikunnar héldum við upp á áttatíu ára afmæli forsetaembættisins. Gagnrýni á störf þeirra stofnana lýðveldisins, sem forsetinn er hluti af, er mikilvægur þáttur lýðræðisins. En afmælið og nýafstaðin barátta um Bessastaði er líka tilefni til að hugleiða hvaða áhrif kerfisbundin öfugmæli geta til lengri tíma haft á stofnanir lýðræðisskipulagsins. Elítuorðræðan „Ég heiti Ragnar Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir eftir kosningar
EyjanFastir pennarMatvælaráðherra leyfir hvalveiðar gegn samvisku sinni en hindrar að af þeim geti orðið með góðri samvisku og ólögmætri tafastjórnsýslu. Þetta lýsir vel eðli málamiðlana í stjórnarsamstarfinu. Einnig minnir þetta á fyrrum þingflokksformann sjálfstæðismanna, sem skrifar í Morgunblaðið gegn þeirri hugmyndafræði að þenja út ríkisumsvifin í hvert sinn sem hann greiðir samviskusamlega atkvæði gegn samvisku sinni Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Spurning um pólitísk eftirmál
EyjanFastir pennarNýjum forseta lýðveldisins fylgja allar góðar óskir á nýrri vegferð. Í gegnum tíðina hefur ríkt friður um forsetaembættið meðan forsetinn hefur haldið frið við ríkisstjórn og Alþingi. Athygli vakti í kosningabaráttunni að nýkjörinn forseti gekk afdráttarlaust gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um stuðning við Úkraínu, sem hefur breiðan stuðning á Alþingi. Ummæli hennar um eðli Atlantshafsbandalagsins voru Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Niður á jörðina aftur
EyjanFastir pennarMálefnalega verður kosninganóttin dauf þótt úr skoðanakönnunum megi lesa að talning atkvæða í forsetakjörinu á laugardag geti orðið spennandi. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá lýðveldisins er hvergi að finna fót fyrir því að forsetaembættið hafi teljandi málefnalega þýðingu fyrir fólkið í landinu. Forsetaembættið er hefðarsæti en ekki valdasæti. Eigi að síður þarf að vanda Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Ef Þorgerður Katrín gæfi Bjarna sjálfdæmi
EyjanFastir pennarÍ sögu Alþingis eru fá orð fleygari en þessi: „Svo líst mér sem málum vorum sé komið í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir, en ef sundur skipt er lögunum, þá mun og sundur skipt friðnum, og mun eigi við það mega búa.“ Þorgeir goði á Ljósavatni mælti á þennan veg þegar hann Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
EyjanFastir pennarVald Seðlabankans er ekki náttúrulögmál og kemur heldur ekki frá Guði. Sjálfstæði bankans er ákveðið í lögum frá Alþingi. Verðbólgumarkmiðið er svo ákveðið af forsætisráðherra. Með öðrum orðum: Svo lengi sem ákvarðanir seðlabankastjóra og peningastefnunefndar eru í samræmi við valdheimildir er bankinn ekki að gera neitt annað en það sem ríkisstjórn og Alþingi hafa falið Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð
EyjanFastir pennarFyrir fram hefði mátt ætla að samstjórn Sjálfstæðisflokks og VG með Framsókn myndi skila miðjupólitík með hóflegri blöndu af hægri hagstjórn og vinstri velferð. Eftir sjö ára reynslu er niðurstaðan þveröfug: Við sitjum uppi með vinstri hagstjórn og hægri velferð. Að auki er engu líkara en vinstri pólitík hafi ráðið hnignun löggæslunnar. Hægri pólitík hafi hindrað raunhæfar Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
EyjanFastir pennarStjórnarflokkarnir gerðu tilraun til þess að festa ótímabundnar nýtingarheimildir náttúruauðlinda í sessi með frumvarpi um lagareldi, sem fram kom fyrir páska. Sterk andstaða á Alþingi og úti í samfélaginu hefur haft þau áhrif að formaður atvinnuveganefndar hefur opnað á þann möguleika að horfið verði frá þessu áformi við þinglega meðferð málsins. Og nýi matvælaráðherrann, sem Lesa meira