Ný skoðanakönnun Maskínu: Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarviðræður – meirihlutinn vill fulla aðild að ESB
Eyjan04.07.2024
Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12-20. júní. Samkvæmt könnuninni telja þrír af hverjum fjórum kjósendum, 74,2 prósent, að mikilvægt sé að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna fari fram á næsta kjörtímabili. Lesa meira