Gabby Agbonlahor, fyrrum framherji Aston Villa, er með munninn fyrir neðan nefið og segir hann að Leeds eigi að skoða það alvarlega að reka stjóra sinn, Daniel Farke.
Farke kom Leeds upp í ensku úrvalsdeildina á ný um helgina. Agbonlahor telur hann þó ekki hafa það sem til þarf til að halda þeim upp í ensku úrvalsdeildinni, en Farke hefur áður fallið þaðan með Norwich.
„Daniel Farke hefur gert vel í að koma Leeds upp. Ég veit að þetta er miskunarlaust en árangur hans í úrvalsdeildinni er ekki góður. Vill Leeds halda sér uppi? Daniel Farke hefur ekki tekist það,“ segir Agbonlahor.