Marcus Rashford hefur staðið sig vel í treyju Aston Villa frá því hann fór þangað á láni frá Manchester United í janúar. Ekki er víst hvað hann gerir í sumar.
Enski sóknarmaðurinn var algjörlega úti í kuldanum undir stjórn Ruben Amorim og var lánaður til Villa í janúar til að kveikja í ferli sínum á ný.
Það er ánægja með hann hjá Villa og getur félagið keypt hann á 40 milljónir punda í sumar, kjósi það að halda honum.
„Það er erfitt að segja til um það núna hvort það verði gert. Við sjáum hvað setur á næstu vikum. Honum líður betur og betur og var frábær í kvöld. Við erum ánægðir með hann,“ sagði Unai Emery stjóri Villa eftir að liðið datt úr Meistaradeildinni gegn PSG í gærkvöldi.