Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum á HM vegna meiðsla og er Stiven Tobar Valencia kallaður í hópinn.
Bjarki hefur lítið komið við sögu á mótinu, en Orri Freyr Þorkelsson sem spilar sömu stöðu hefur farið á kostum.
Ísland mætir Króatíu í kvöld og getur þar tryggt sig inn í 8-liða úrslit. Stiven, sem er leikmaður Benfica, verður mættur í hópinn.