Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti Egyptalandi í kvöld í fyrsta leik liðanna í milliriðlum HM. Bæði lið komu með fullt hús stiga úr riðlum sínum inn í þennan leik.
Leikurinn var jafn til að byrja með en íslenska liðið seig smátt og smátt fram úr og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9.
Strákarnir okkar hleyptu Egyptum aldrei of nálægt sér í seinni hálfleiknum, en þar varð munurinn minnst þrjú mörk. Ísland sigldi svo fram úr áður en Egyptar minnkuðu muninn örlítið á ný. Lokatölur í leiknum 27-24.
Hér að neðan má sjá hvað þjóðin hafði að segja um leikinn á samfélagsmiðlinum X.
AP4🫶🫶
— Jói Skúli (@joiskuli10) January 22, 2025
Þetta lið! Þetta LIÐ!! #hmruv
— Pétur Sæmundsen (@PeturSaem) January 22, 2025
Maður er farinn að trúa! 🇮🇸
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 22, 2025
Takk Snorri.
Takk allir.
🇮🇸
— Max Koala (@Maggihodd) January 22, 2025
ÞAÐ VAR ARON SEM BJARGAÐI MÉR!!!
— Logi (@aronsson2) January 22, 2025
Er ekki örugglega búið að finna listamann til að gera styttuna af Viktori Gísla? #hmruv
— Lobba (@Lobbsterinn) January 22, 2025
Aron Pálmarsson. Frábær.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 22, 2025
VIGGÓ!!!#Handbolti #HMRúv #RúvHM #StrákarnirOkkar #ÁframÍsland
— Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) January 22, 2025
Frábær fyrri, fagmannlegur seinni. Nú má bara láta sig dreyma um allt. Það er bara einhver taktur í þessu. Snorri er búinn að smíða eitthvað alvöru dæmi með þessum gaurum.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 22, 2025
Ég held að ég sé, í fyrsta skipti á ævinni, að horfa á íslenskt handboltalandslið sem getur komist 2-3 mörk yfir, haldið forskotinu … og jafnvel aukið það … án þess að missa það niður og tapa.
Mér líður eins og við séum þegar heimsmeistarar. #handbolti #hmruv— Viktor Hardarson (@ViktorHardarson) January 22, 2025
erum við með huggulegasta landsliðið á þessu móti? #hmruv
— Özzi (@ozzikongur) January 22, 2025