Ísland vann afar öruggan 23-18 sigur og tryggði sér sigur í riðli sínum. Þar með fara Strákarnir okkar með 4 stig inn í milliriðil, sem gæti reynst dýrmætt upp á að komast í 8-liða úrslit.
„Þetta er lægsti fjöldi marka sem Slóvenar hafa skorað á stórmóti síðan í riðlakeppni EM gegn Þýskalandi 1996,“ vakti Boysen, sem er með tugi þúsunda fylgjenda á X, athygli á í gærkvöldi. Á hann þar við 25-16 tap Slóvena.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og varði 18 skot.
„Virðing á íslensku vörnina og Hallgrímsson í markinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur riðilinn sinn á HM síðan 2011,“ skrifaði Boysen enn fremur.
Íslandi mætir Egyptalandi í fyrsta leik milliriðilsins á miðvikudag. Liðið mætir svo Króötum á föstudag og Argentínumönnum á sunnudag. Efstu tvö milliriðilsins, sem telur sex lið, fara áfram í 8-liða úrslit.
Slovenia 18-23 Iceland
It’s the lowest amount of goals by Slovenia in a championship match since the group phase match versus Germany at the European Championship 1996(!) – Germany 25-16 Slovenia.
Respect to the Icelandic defense and Hallgrimsson in the goal! It’s the first…
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 20, 2025