Ísland flýgur með fullt hús inn í milliriðil eftir þægilegan og stórglæsilegan sigur á Slóvenum í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
Það var búist við jöfnum og spennandi leik í Zagreb í kvöld en það sást fljótt í hvað stefndi, þá aðallega vegna stórkostlegar frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í marki Íslands og varnarinnar.
Ísland leiddi 14-8 í hálfleik og staðan ansi vænleg. Liðið hélt uppteknum hætti framan af í seinni hálfleik og náði mest 9 marka forskoti.Slóvenar hjuggu aðeins á forskotið en lokatölur urðu 23-18.
Hér að neðan má sjá hvað þjóðin hafði að segja um leikinn á samfélagsmiðlinum X.
Maður er alltaf stressaður. Þó við séum 8 mörkum yfir, 2 mönnum fleiri og 9 mínútur eftir…#Ísland
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 20, 2025
ÍSL23-18SLÓ
– Fyrri hálfleikurinn🔥
– Sóknarleikurinn í seinni🤧
– ViktorGísli🤴
– Varnarleikurinn🤤
– Íslenska geðveikin❤️
– Aron Pálmarsson🙌
– SnorriSteinn👏
– Róteringin í fyrri💯
– Hefði viljað meiri róteringu í seinni🫣
– Risa stórt skref í átt að 🥇🥈🥉
– Egyptaland næst💣— Arnar Daði (@arnardadi) January 20, 2025
Viktor Gísli, VÁ!!!!! Þvílíkur hálfleikur. Að halda Slóvenum í 8 mörkum er sturlað #HMRUV
— Heiðar Austmann (@haustmann) January 20, 2025
Mér er eiginlega alveg sama hvað gerist restina af mótinu, en mér finnst að Viktor Gísli eigi að fá Fálkaorðuna fyrir þennann leik! #hmruv
— Lobba (@Lobbsterinn) January 20, 2025
Vörn og markvarsla að vinna leik. Djöfull sem maður hafði saknað þess að sjá það.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 20, 2025
Viktor Gísli ég elska þig! #hmruv
— Kristín Eva (@Kristinevab) January 20, 2025
Historically, erum við betri þegar við spilum í hvítu búningunum? #hmruv
— Lobba (@Lobbsterinn) January 20, 2025
Erum við að fara að verða heimsmeistarar?#HmRuv
— Óskar G Óskarsson (@Oskarsson07) January 20, 2025
Guð blessi konuna sem ól Viktor Gísla! #hmruv
— Þorsteinn Haukur (@thorsteinnhauku) January 20, 2025
Nei nú segi ég stopp með þessa dómara! #hmruv
— Lobba (@Lobbsterinn) January 20, 2025
Þessi dómgæsla er til skammar. Við erum hins vegar að spila vörn sem er til háborinnar fyrirmyndar 😍😍😍
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) January 20, 2025
ég ætla skíra barnið mitt Viktor Gísli #12stig #hmruv
— Özzi (@ozzikongur) January 20, 2025