Íslenska landsliðið í handbolta er, samkvæmt veðbönkum, á leið í ansi jafnan leik gegn Slóvenum í kvöld, en þykja þó ívíð líklegri.
Liðin mætast í úrslitaleik um efsta sæti riðils síns í kvöld, en bæði lið hafa unnið stórsigra á Grænhöfðaeyjum og Kúbu það sem af er móti.
Leikur kvöldsins skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framhaldið hjá báðum liðum. Sigur í kvöld styrkir stöðuna fyrir milliriðilinn og gefur aukið svigrúm til að misstíga sig þar.
Sem fyrr segir eru veðbankar hliðhollari íslenska liðinu í kvöld. Á Lengjunni er stuðullinn á sigur Íslands til að mynda 1,97. Stuðull á sigur Slóvena er 2,08 og stuðull á jafntefli er 6,65.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld að íslenskum tíma og fylgist DV með gangi mála.