Ísland flýgur með fullt hús inn í milliriðil eftir þægilegan og stórglæsilegan sigur á Slóvenum í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
Það var búist við jöfnum og spennandi leik í Zagreb í kvöld en það sást fljótt í hvað stefndi, þá aðallega vegna stórkostlegar frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í marki Íslands og varnarinnar.
Ísland leiddi 14-8 í hálfleik og staðan ansi vænleg. Liðið hélt uppteknum hætti framan af í seinni hálfleik og náði mest 9 marka forskoti.
Slóvenar hjuggu aðeins á forskotið en lokatölur urðu 23-18.
Viggó Kristjánsson var atvkæðamestur Íslendinga í leiknum með 7 mörk. Viktor Gísli var með 17 varin skot og er jafnframt maður leiksins í boði Olís.
Úrslitin þýða að Ísland fer inn í milliriðil með 4 stig, líkt og Egyptaland. Auk Egypta mætir Ísland Króatíu og Argentínu í milliriðli og staðan upp á að fara í 8-liða úrslit vænleg.