Arsenal goðsögnin Paul Merson hvetur félagið til að krækja í Alexander Isak frá Newcastle.
Hinn 25 ára gamli Isak er einn besti framherji heims um þessar mundir og er hann að eiga frábært tímabil, kominn með 12 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Flestir eru sammála um það að Arsenal vanti heimsklassa framherja í sitt lið til að takast loks að verða Englandsmeistari á ný.
„Ef Arsenal á peninginn eiga þeir að sækja hann. Hann er sá besti í dag og tekur Arsenal á næsta stig. Ég er líka að hugsa um næstu leiktíð, hann væri bestu kaupin eins og er,“ segir Merson.
Það hefur verið fjallað um að Newcastle vilji allt að 150 milljónir punda fyrir Isak.