Arnar lét óánægju sína í ljós yfir leik Íslands og Grænhöfðaeyja í gær, en um fyrsta leik liðanna í riðlakeppni HM var að ræða. Vildi hann dýpri greiningu frá mönnum í setti RÚV í hálfleik en fékk ekki vegna tíma sem fór í auglýsingar.
„Þetta árlega. Það virðist ómögulegt að gera þetta öðruvísi fyrir ríkisreknu sjónvarpsstöðina. Ég verð bara að fá meira en 32 orð frá þremur frábærum sérfræðingum í hálfleik. Glatað stöff,“ skrifaði Arnar á X og vakti athygli á svipaðri færslu frá því í fyrra:
„Fjöldi auglýsinga í kringum þessa leiki á EM er algjör sturlun. Þetta drepur alla stemningu og kemur í veg fyrir að hægt sé að gera eitthvað alvöru prógram. Ríkissjónvarpið hlýtur bara að geta gert þetta öðruvísi og betur,“ skrifaði Arnar í janúar 2024.