fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Sport

Sigfús fór í meðferð og hefur verið edrú í 26 ár – „Ég var bæði þunn­ur og illa lykt­andi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 13:30

Sigfús Sigurðsson rekur fiskbúð Fúsa í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­fús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, var í einlægu viðtali í Dagmálum á mbl.is og ræddi þar það meðal annars þegar hann hætti að drekka og nota fíkniefni.

Sigfús rifjar upp þegar hann fór út í atvinnumennsku 1998, til Caja Cantabria á Spáni. Það var þó engin frægðarför segir Sigfús sjálfur.

„Ég spilaði ágæt­lega, eins og ég var að gera hérna heima, en ég mætti illa fyr­ir­kallaður á æf­ing­ar. Ég var bæði þunn­ur og illa lykt­andi. Fyr­ir virk­an alkó­hól­ista og fíkni­efna­neyt­anda þá var þetta ekki gott um­hverfi þar sem pen­ing­arn­ir voru ennþá meiri,“ sagði Sig­fús.

Samningi hans á Spáni var sagt upp í kjölfar þess að hann féll á lyfjaprófi. Eftir heimkomu var haldinn fundur með foreldrum hans, landsliðsþjálfara og sálfræðingi.

„Liðið sagði upp samn­ingn­um mín­um á end­an­um eft­ir að ég féll á ein­hverju inn­an­búðar­lyfja­prófi. Ég kem svo heim og þá er hald­inn fund­ur dag­inn eft­ir með for­eldr­um mínum, Þor­birni Jens­syni og Jó­hanni Inga Gunn­ars­syni,“ sagði Sig­fús.

„Þar var ég yf­ir­heyrður og ég laug öllu sem ég gat logið. Þar voru mér gefn­ir nokkr­ir kost­ir og einn af þeim var að fara í meðferð. Ég ætlaði að sýna þessu pakki að ég gæti verið edrú og planið var að fara í meðferð og fá sér svo bara pítsu og bjór um sum­arið. Ég fer inn á Vog 11. janú­ar árið 1999 og er bú­inn að vera edrú síðan. Þetta fara að verða 26 ár þar sem ég er bú­inn að vera edrú,“ sagði Sig­fús enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarki Már: „Það væri skrýtið ef ég segði það“

Bjarki Már: „Það væri skrýtið ef ég segði það“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nökkvi skrifar undir í Hollandi

Nökkvi skrifar undir í Hollandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að sambandinu lauk mjög óvænt: Vildi búa einn og hætti við giftinguna – ,,Tók mig fimm mínútur að jafna mig“

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að sambandinu lauk mjög óvænt: Vildi búa einn og hætti við giftinguna – ,,Tók mig fimm mínútur að jafna mig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Liverpool, City og Chelsea gerðu jafntefli – Óvæntur sigur West Ham

England: Liverpool, City og Chelsea gerðu jafntefli – Óvæntur sigur West Ham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn eitt félagið orðað við Rashford

Enn eitt félagið orðað við Rashford
433Sport
Í gær

Halda því fram að Salah hafi þegar ákveðið næsta skref á ferlinum – Sagt að hann sé búinn að semja

Halda því fram að Salah hafi þegar ákveðið næsta skref á ferlinum – Sagt að hann sé búinn að semja
433Sport
Í gær

KSÍ og Víkingur ræða um peningaupphæðina fyrir Arnar – Þetta er líklegasta talan

KSÍ og Víkingur ræða um peningaupphæðina fyrir Arnar – Þetta er líklegasta talan