Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður á handbolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Bjarki er að sjálfsögðu á leið á HM með Strákunum okkar og er eftirvæntingin mikil.
„Það er kominn fiðringur, það er alltaf eins. Það eru alltaf háar væntingar innan hópsins þó þær séu mismiklar í samfélaginu. Ég fer alltaf bjartsýnn inn í þetta og klár í slaginn,“ sagði Bjarki.
Hvernig er staðan á liðinu samanborið við á EM í fyrra? „Það vantar lykilmann, Ómar, það væri skrýtið ef ég segði að við værum á betri stað þegar hann er ekki með.
En Snorri (Steinn) er búinn að vera lengur með liðið, þekkir betur inn á okkur og við inn á hann. Við erum á fínum stað og förum jákvæðir inn í þetta,“ sagði Bjarki.
Umræðan í heild er í spilaranum.