fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Sport

Hörmungar Strákanna okkar í Slóveníu – Fjölmiðlar óvægnir og eftirminnileg opna birtist í blaði DV

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 08:30

Guðmundur Guðmundsson var þjálfari Íslands á mótinu, einu sinni sem áður. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HM í handbolta er á næsta leyti og eins og í hverjum janúarmánuði er mikil eftirvænting hjá íslensku þjóðinni. Í áraraðir hafa Strákarnir okkar verið fastagestir á stórmótum en það hefur þó gengið misvel.

Ein mestu vonbrigði Strákanna okkar á stórmóti voru klárlega á EM 2004 í Slóveníu. Þar hafnaði liðið með aðeins 1 stig á botni riðilsins, vann ekki leik. Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, minntist á þetta mót og vonbrigði þjóðarinnar í þætti Handkastsins á dögunum og er vert að skoða málið nánar.

Ísland kom inn í mótið hafandi endað í fjórða sæti Evrópumótsins á undan fyrir tveimur árum og í sjöunda sæti heimsmeistaramótsins árið 2003. Væntingarnar voru því töluvert meiri en að drífa ekki upp úr riðlakeppninnni.

Af íþróttasíðum DV í janúar 2004.

Fyrsti leikur Íslands á mótinu var gegn heimamönnum í Slóveníu og tapaðist hann með sex mörkum, 28-34. Við tók 32-29 tap gegn Ungverjum en íslenska liðið fékk tækifæri til að bjarga sér inn í milliriðla gegn Tékkum í lokaleiknum. 30-30 jafntefli varð hins vegar niðurstaðan og það dugði ekki til.

„Hvort sem Ólympíuleikarnir hafi truflað einbeitingu íslensku strákanna úti í Slóveníu eða ekki er ljóst að frammistaða íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Slóveníu 2004 er komin í sögubækurnar sem ein sú slakasta í sögunni. Liðið vann ekki leik, fékk á sig yfir 30 mörk í öllum þremur leikjunum og datt úr keppni áður en aðalhluti mótsins fór í gang,“ sagði meðal annars í umfjöllun DV eftir hörmungarnar í Slóveníu og bar hún titilinn: Svörtustu dagar landsliðsins í 26 ár.

Þá birtist eftirminnileg opna í blaði DV þennan sama dag. Hún var nánast auð en þar var lítill texti þar sem stóð: „Hér átti að fjalla um árangur Íslands á EM í Slóveníu.“

Guðmundur Guðmundsson var þjálfari Íslands á mótinu og Ólafur Stefánsson skærasta stjarna liðsins. Þá voru menn eins og Guðjón Valur Sigurðsson, Dagur Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson og Guðmundur Hrafnkelsson. Svo mætti lengi áfram telja.

Væntingarnar þá og nú til Strákanna okkar eru miklar en við skulum vona að það gangi betur en á EM í Slóveníu 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Balotelli strax á förum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Evrópumeistarinn gerir langan samning

Evrópumeistarinn gerir langan samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frá Chelsea til Aston Villa

Frá Chelsea til Aston Villa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjær biður félag sitt um að sækja leikmann Manchester United

Solskjær biður félag sitt um að sækja leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sádarnir krækja í spennandi leikmann

Sádarnir krækja í spennandi leikmann
433Sport
Í gær

Enn ein U-beygjan í hinu stormasama sambandi – Hætti við að fljúga til eiginmannsins og ástæðurnar eru þessar

Enn ein U-beygjan í hinu stormasama sambandi – Hætti við að fljúga til eiginmannsins og ástæðurnar eru þessar
433Sport
Í gær

Klárt að leikmaður Chelsea fer til Juventus

Klárt að leikmaður Chelsea fer til Juventus
433Sport
Í gær

Nýtt ofurpar á leiðinni: Talin vera ein glæsilegasta kona landsins – Hann þénar um 300 milljónir á mánuði

Nýtt ofurpar á leiðinni: Talin vera ein glæsilegasta kona landsins – Hann þénar um 300 milljónir á mánuði
433Sport
Í gær

Gríðarlega hrifinn af undrabarninu: ,,Þetta er klikkað, er það ekki?“

Gríðarlega hrifinn af undrabarninu: ,,Þetta er klikkað, er það ekki?“