Hann, ásamt Kára Kristjáni Kristjánssyni og Loga Geirssyni, mætti í skemmtilegan hlaðvarpsþátt á RÚV þar sem var hitað upp fyrir HM. Strákarnir okkar hefja leik á fimmtudag.
„Bara ef það er eitthvað sem bara lætur mig tryllast. Þá er það þegar menn eru að diskútera hérna á 11. mínútu yfir einhverju marki. Bara, heyrðu. Verið með þetta á hreinu fyrir fokking leikinn sko,“ sagði Ólafur í þættinum um taktíska nálgun.
„Við. Skoðum okkur. Hótel. Tala um hlutina. Ég er að segja. Mótherjarnir, þeir bara „fade-a“ út, sko. Verða bara að einhverjum skuggamyndum sem þið valtið yfir,“ sagði hann enn fremur.
Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni er gegn Grænhöfðaeyjum á fimmtudag. Kúba og Slóvenía eru einnig í riðli Íslands.