Logi er einn af sérfræðingum RÚV yfir HM í handbolta, þar sem Ísland er að sjálfsögðu þátttakandi, en kappinn hefur gert vel í því starfi undanfarin ár.
„Fékk spurningu áðan hvenær ég ætla að hvíla jakkafötin og mæta í landsliðstreyju í sjónvarpsútsendingu. Ég svaraði nei það er ekki að fara að gerast!“ skrifaði Logi á samfélagsmiðilinn X um helgina.
„Núna hef ég hins vegar hugsað málið og fékk hugmynd. Ef ég fæ 1000 like þá mæti ég í full kit landsliðsbúningnum frá Ólympíuleikunum Peking 2008 í TV og set búninginn á uppboð og deili í einhver góð málefni.“
Logi var ekki lengi að hlaða í þúsund like og þarf nú að standa við stóru orðin. „Þá er það klárt, passar ennþá,“ skrifaði Logi og setti mynd af sér í treyjunni frá 2008, þar sem Strákarnir okkar sóttu auðvitað silfur á Ólympíuleikunum.
HM hefst á morgun en íslenska liðið hefur leik á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum. Kúba og Slóvenía eru einnig í riðli Íslands.
Þá er það klárt, passar ennþá 🎯 pic.twitter.com/9JZxdSbCor
— Logi Geirsson (@logigeirsson) January 13, 2025