Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður á handbolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Bjarki er að sjálfsögðu á leið á HM með Strákunum okkar. Þar er liðið í riðli með Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu. Er það ekki ansi fínn dráttur?
„Það er örugglega hægt að segja það. En ég hef sagt það fyrir hvert einasta stórmót að riðillinn er lykillinn að þessu. Það er mikilvægt að vinna riðilinn, fara áfram með 4 stig. Það gefur þér stigafjöldann og líka ákveðið sjálfstraust inn í mótið, að þú sért ekki strax farinn að elta og kominn í einhverja neikvæðni,“ sagði Bjarki í þættinum.
„Það þarf lítið til að trúin fari upp úr hæstu hæðum en líka langt niður. Þannig að riðillinn er lykilatriði,“ sagði hann enn fremur.
Umræðan í heild er í spilaranum.