Það er óhætt að segja að Vilhjálmur Bretaprins hafi vakið mikla lukku í sjónvarpi fyrir leik PSG og Aston Villa í gær.
Liðin mættust í fyrri leiki sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Vilhjálmur hefur stutt Villa alla tíð. Þetta var því stórt kvöld fyrir hann og félagið sem hefur gert ansi vel í að vera komið á þennan stað.
Villa komst yfir í leiknum í gær en PSG vann að lokum 3-1 og ansi mikið verk að vinna fyrir enska liðið fyrir seinni leikinn í Birmingham á þriðjudag.
Sem fyrr segir var Vilhjálmur í sjónvarpi fyrir leik, en hann var til viðtals í upphitun bresku sjónvarpsstöðvarinnar TNT Sports.
Þar sýndi hann fram á mikla þekkingu á leiknum og að hann fylgist greinilega ansi vel með. Hann vakti einnig athygli fyrir hversu mikið hann vissi og gat rætt um lið andstæðingsins.
Óhætt er að segja að þetta hafi vakið mikla athygli og umtal og margir kalla eftir því að fá Vilhjálm oftar á skjáinn í tengslum við fótboltaleiki.
Rio Ferdinand, Manchester United goðsögn, var með honum á skjánum og bað hann um að reyna ekki fyrir sér í þessu, þá myndi hann missa vinnuna.
Þetta má sjá hér að neðan.
Welcome to Parc des Princes, Prince William! 👋
The Prince of Wales, and Aston Villa fan, joins @rioferdy5 and @Ally_McCoist9 to talk about the Villans' Champions League clash against PSG 🗣️@KensingtonRoyal pic.twitter.com/AttIJDHxkK
— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 9, 2025