Ari Sigurpálsson kom inn á og skoraði jöfnunarmark Elfsborg í sínum fyrsta leik fyrir félagið í gær.
Ari gekk í raðir Elfsborg frá Víkingi á dögunum, en liðið mætti Mjallby í 1. umferð sænsku úrvaldseildarinnar í gær.
Íslendingurinn kom inn á þegar um stundarfjórðungur lifði leiks í gær og var hann búinn að skora jöfnunarmark leiksins skömmu síðar.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, en mark Ara má sjá hér að neðan.
Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025