Liverpool og Arsenal unnu sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var mikið af mörkum í leikjunum klukkan 15:00.
Liverpool var í engum vandræðum með Ipswich þar sem Cody Gakpo komst tvívegis á blað í 4-1 sigri.
Arsenal lenti manni undir gegn Wolves á útivelli en Myles Lewis-Skelly fékk umdeilt rautt spjald í fyrri hálfleik.
Joao Gomes var svo rekinn af velli hjá Wolves á 70. mínútu og eftir það tryggði Riccardo Calafiori gestunum dýrmætan sigur.
Fleiri leikir fóru fram og hér má sjá úrslit og markaskorara dagsins.
Liverpool 4 – 1 Ipswich
1-0 Dominik Szoboszlai (’11 )
2-0 Mohamed Salah (’35 )
3-0 Cody Gakpo (’44 )
4-0 Cody Gakpo (’66 )
4-1 Jacob Greaves (’90 )
Wolves 0 – 1 Arsenal
0-1 Riccardo Calafiori (’74 )
Bournemouth 5 – 0 Nott. Forest
1-0 Justin Kluivert (‘9 )
2-0 Dango Ouattara (’55 )
3-0 Dango Ouattara (’61 )
4-0 Dango Ouattara (’87 )
5-0 Antoine Semenyo (’90 )
Brighton 0 – 1 Everton
0-1 Iliman Ndiaye (’42 , víti)
Southampton 1 – 3 Newcastle
1-0 Jan Bednarek (’10 )
1-1 Alexander Isak (’26 , víti)
1-2 Alexander Isak (’30 )
1-3 Sandro Tonali (’51 )