fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Sport

Anna ferðaðist með landsliðinu eftir vonbrigðin 2004 – Einn leikmaður vakti sérstaka athygli hennar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir, einn frægasti Íslendingurinn á Tenerife, fylgdist að sjálfsögðu með leik Íslands og Egyptalands í gær. Íslendingar unnu frækinn sigur, 27-24, og eru á toppi milliriðilsins og eiga góða möguleika á að komast í 8-liða úrslit mótsins.

Anna er þekkt fyrir skemmtilegar frásagnir á Facebook-síðu sinni og í morgun rifjaði hún upp þegar hún ferðaðist með íslenska karlalandsliðinu í handbolta árið 2004. Var þar einn leikmaður, umfram aðra, sem vakti athygli hennar.

„Þeir höfðu verið að spila í Evrópukeppni suður í Slóveníu og að því er mig minnir, töpuðu öllum leikjunum í riðlakeppninni og voru því sendir heim,“ segir Anna og hefur svo sannarlega rétt fyrir sér, en DV rifjaði einmitt þetta mót upp á dögunum.

„Þetta var fyrsta og eina skiptið sem ég hefi barið Sigfús Sigurðsson augum og hann virtist svo fyrirferðamikill að hann fyllti nánast út í farþegaplássið í flugvélinni og þrátt fyrir töpin virtist hann halda uppi móralnum hjá íslenska liðinu, sífellt hlæjandi og reitandi af sér brandarana. Síðan þá hefi ég verið hálfgerður aðdáandi hans sem handboltamanns,“ segir Anna.

Hún segir að það sé hálfgerð synd að hún hafi aldrei gert sér leið í fiskbúðina til að ná sér í nætursaltaðar gellur eða ýsuflök, en viðurkennir að það sé vissulega langt að fara.

Anna mun að sjálfsögðu halda áfram að styðja strákana okkar. „Ég verð að játa að þetta landslið Íslendinga í handbolta er alveg frábært,” segir hún og óskar strákunum til hamingju með leikinn í gær. „Haldið áfram svona!,” segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“

Sjáðu myndirnar: Liðsrúta Aftureldingar illa farin – ,,Hvað eru menn að fá úr því að fremja svona skemmdarverk?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford
433Sport
Í gær

England: Asensio tryggði Villa sigur gegn Chelsea

England: Asensio tryggði Villa sigur gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni
433Sport
Í gær

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna