Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann glæsilegan sigur á Slóveníu í lokaleik riðlakeppni HM í kvöld og flýgur inn í milliriðla með fullt hús.
Það var rosaleg stemning á meðal fjölda Íslendinga í höllinni í Zagreb á meðan leik stóð og ekki síður eftir leik.
„Ég er kominn heim,“ sungu íslensku stuðningsmennirnir, sem og leikmenn, að leik loknum.
Hér að neðan er myndband af þessu úr útsendingu RÚV.